Orkuverð hækkar vegna orkulaga 24. febrúar 2005 00:01 Orkuverð hækkar víða um land vegna nýrra raforkulaga sem banna ýmis sérkjör sem áður buðust. Reynt er að finna lausn en helst kemur til greina að auka niðurgreiðslur á orkuverði til ýmissa hópa. Ný orkulög valda hærra orkuverði til nokkurs fjölda neytenda, eins og til að mynda smáfyrirtækja sem áður nutu sérkjara hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Við greindum frá einu slíku tilfelli í vikunni þar sem rafmagnskostnaður jókst um 54 prósent. Garðyrkjubændur eru einnig fórnarlömb orkulaga sem og fjöldi húseigenda á landsbyggðinni sem nota raforku til kyndingar. Ekki liggur enn fyrir hversu mikil áhrifin verða en það ætti að skýrast á næstu dögum. Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði skýringa hjá Orkuveitu Reykjavíkur á því hvers vegna afsláttartaxtar hefðu verið felldir niður og fékk þau svör að nýju orkulögin leyfðu ekki slíka taxta. Hér væri enda að ræða um börn síns tíma, svokallaða roftaxta sem byggðust á því að selja umframorku ódýrt gegn því að mega rjúfa hana ef ekki væri nóg afgangs í kerfinu til að bjóða hana. Nú er ástandið þannig að orkan er ávallt nóg en var samt boðin á sömu kjörum. Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitunnar, sagði leitað leiða til að koma til móts við þá viðskiptavini sem finna fyrir þessum breytingum sem eru til að mynda bakarar, þvottahús og fyrirtæki af sömu stærðargráðu. Hann vildi ekki greina frá því hvaða leiðir það væru. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fullyrti að ekki kæmi til orkuverðshækkana vegna nýju laganna. Hún vildi ekki koma í viðtal vegna málsins í dag en aðstoðarmaður hennar sagði það enn þá vera rétt að ekki hefði komið til nýs kostnaðar vegna laganna en að sérkjör hefðu verið felld niður. Engu að síður er vilji í ráðuneytinu til að mæta auknum kostnaði grænmetisbænda og húseigenda sem kynda með rafmagni og er þá helst verið að ræða auknar niðurgreiðslur í því samhengi því nýju orkulögin banna ekki niðurgreiðslur. Valgerður Sverrisdóttir verður gestur í Íslandi í bítið í fyrramálið. Fréttir Innlent Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Orkuverð hækkar víða um land vegna nýrra raforkulaga sem banna ýmis sérkjör sem áður buðust. Reynt er að finna lausn en helst kemur til greina að auka niðurgreiðslur á orkuverði til ýmissa hópa. Ný orkulög valda hærra orkuverði til nokkurs fjölda neytenda, eins og til að mynda smáfyrirtækja sem áður nutu sérkjara hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Við greindum frá einu slíku tilfelli í vikunni þar sem rafmagnskostnaður jókst um 54 prósent. Garðyrkjubændur eru einnig fórnarlömb orkulaga sem og fjöldi húseigenda á landsbyggðinni sem nota raforku til kyndingar. Ekki liggur enn fyrir hversu mikil áhrifin verða en það ætti að skýrast á næstu dögum. Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði skýringa hjá Orkuveitu Reykjavíkur á því hvers vegna afsláttartaxtar hefðu verið felldir niður og fékk þau svör að nýju orkulögin leyfðu ekki slíka taxta. Hér væri enda að ræða um börn síns tíma, svokallaða roftaxta sem byggðust á því að selja umframorku ódýrt gegn því að mega rjúfa hana ef ekki væri nóg afgangs í kerfinu til að bjóða hana. Nú er ástandið þannig að orkan er ávallt nóg en var samt boðin á sömu kjörum. Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitunnar, sagði leitað leiða til að koma til móts við þá viðskiptavini sem finna fyrir þessum breytingum sem eru til að mynda bakarar, þvottahús og fyrirtæki af sömu stærðargráðu. Hann vildi ekki greina frá því hvaða leiðir það væru. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fullyrti að ekki kæmi til orkuverðshækkana vegna nýju laganna. Hún vildi ekki koma í viðtal vegna málsins í dag en aðstoðarmaður hennar sagði það enn þá vera rétt að ekki hefði komið til nýs kostnaðar vegna laganna en að sérkjör hefðu verið felld niður. Engu að síður er vilji í ráðuneytinu til að mæta auknum kostnaði grænmetisbænda og húseigenda sem kynda með rafmagni og er þá helst verið að ræða auknar niðurgreiðslur í því samhengi því nýju orkulögin banna ekki niðurgreiðslur. Valgerður Sverrisdóttir verður gestur í Íslandi í bítið í fyrramálið.
Fréttir Innlent Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira