Erlent

58 lifðu af flugslys í Perú

Að minnsta kosti 58 manns komust lífs af úr flugslysinu í Perú í fyrradag. Nú hefur verið staðfest að 37 létust en ekki 41 eins og talið var í fyrstu. Þriggja er enn saknað. Orsakir flugslyssins eru enn ókunnar, en veður var slæmt og allt bendir til þess að flugmaðurinn hafi ætlað að reyna að lenda á hraðbraut en ekki náð að hitta á hana. Að sögn farþega sem komust lífs af einkenndust síðustu tíu mínúturnar fyrir nauðlendinguna af taugaveiklun enda byrjaði vélin þá að hristast mikið. Vélin gjöreyðilagðist þegar henni var nauðlent og lendingin var svo harkaleg að hlutar vélarinnar köstuðust allt að hálfan kílómetra frá lendingarstaðnum. Svarti kassinn hefur fundist og er nú til rannsóknar hjá flugmálayfirvöldum í Perú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×