Erlent

Hefði getað farið verr

Alls komust 58 manns lífs af úr flugslysinu í Perú í vikunni. Kraftaverki þykir ganga næst að ekki fór verr. Boeing 737 flugvél TANS-flugfélagsins fórst við borgina Pucallpa á Amazon-svæðinu á þriðjudaginn en hún var á leið frá Líma. 37 týndu lífi í misheppnaðri nauðlendingu vélarinnar sem hreppti vont veður. Engu að síður þykir sérfræðingum ótrúlegt miðað við skemmdirnar á vélinni hversu margir komust heilu og höldnu úr slysinu. Til dæmis fannst reifabarn í mýrinni skammt frá flakinu og amaði ekkert að því. Sumir farþeganna eru taldir hafa gengið til heimila sinna í Pucallpa án þess að leita sér aðstoðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×