Innlent

6 mánuðir fyrir árásir með flösku

Tvítugur maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að slá tvo menn með glerflösku í menningarnótt árið 2003. Fimm mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til tveggja ára. Maðurinn sló mann á svipuðum aldri með flöskunni í höfuðið þannig að hún brotnaði og af hlaust tveggja sentímetra langur skurður. Í framhaldinu réðst hann á annan mann og barði hann nokkrum sinnum með brotinni flöskunni í höfuð og líkama. Sá hlaut einn skurð á höfði, þrjá í andlit og tvo á baki, auk annarra skráma. Þá var rúmlega fimmtugur maður dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að hafa lítilræði af fíkniefnum í fórum sínum og tilraun til þjónaðar. Maðurinn á að baki langan sakaferil eða allt frá árinu 1971. Síðan þá hefur hann hlotið 26 refsidóma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×