500 milljarða fyrirtækjakaup 12. júlí 2005 00:01 Á síðustu átján mánuðum hafa Íslendingar keypt stærri fyrirtæki erlendis fyrir um 450 milljarða og gera má ráð fyrir því að erlend fyrirtækjakaup nemi mun hærri upphæð ef óskráð fyrirtæki eru talin með. Þetta kemur fram í úttekt Markaðarins á erlendum fyrirtækjakaupum sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Helstu ástæður útrásarinnar eru samkvæmt úttektinni mikið framboð af fjármagni á Íslandi undanfarin misseri. Bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa leitað út fyrir landsteinana til að ávaxta fé sitt. Þá hefur hátt gengi krónunnar lækkað verð erlendra fyrirtækja með sama hætti og það lækkar verð á erlendum neysluvörum. Mikið af útrásinni er enn fremur fjármagnað með lánsfé og hafa bankarnir spilað stórt hlutverk með lánveitingum, ráðgjöf og beinni þátttöku. Undanfarin misseri hafa öll stærstu fyrirtækin í Kauphöll Íslands sótt aukið fé til hluthafa með stórum hlutafjárútboðum til að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum og því vaknar sú spurning hvort þanþol þeirra til skuldsetninga sé komið upp að efri mörkum. "Ég held að þessi bylgja sem nú á sér stað haldi ekki áfram af sama krafti og undanfarið," segir Hannes G. Sigurðsson, forstöðumaður hagdeildar Samtaka atvinnulífsins, um útrás íslenskra fyrirtækja. "Þessi fyrirtæki eru þó enn flest það lítil á alþjóðlegan mælikvarða að endimörk vaxtar þeirra eru ekki fyrirsjáanleg." Hannes telur ekki aðeins hagrænar ástæður fyrir útrásinni. "Ég tel að þetta byggist að hluta til á þeim einstaklingum sem hafa verið í fararbroddi í þessum útrásum," segir Hannes, og tekur lyfjaiðnaðinn, tískuverslanir og stoðtækni sem dæmi. "Þeir hafa fundið sér ákveðin tækifæri á afmörkuðum sviðum á erlendum mörkuðum sem eiga sér engar sérstakar rætur í íslensku efnahagslífi." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Á síðustu átján mánuðum hafa Íslendingar keypt stærri fyrirtæki erlendis fyrir um 450 milljarða og gera má ráð fyrir því að erlend fyrirtækjakaup nemi mun hærri upphæð ef óskráð fyrirtæki eru talin með. Þetta kemur fram í úttekt Markaðarins á erlendum fyrirtækjakaupum sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Helstu ástæður útrásarinnar eru samkvæmt úttektinni mikið framboð af fjármagni á Íslandi undanfarin misseri. Bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa leitað út fyrir landsteinana til að ávaxta fé sitt. Þá hefur hátt gengi krónunnar lækkað verð erlendra fyrirtækja með sama hætti og það lækkar verð á erlendum neysluvörum. Mikið af útrásinni er enn fremur fjármagnað með lánsfé og hafa bankarnir spilað stórt hlutverk með lánveitingum, ráðgjöf og beinni þátttöku. Undanfarin misseri hafa öll stærstu fyrirtækin í Kauphöll Íslands sótt aukið fé til hluthafa með stórum hlutafjárútboðum til að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum og því vaknar sú spurning hvort þanþol þeirra til skuldsetninga sé komið upp að efri mörkum. "Ég held að þessi bylgja sem nú á sér stað haldi ekki áfram af sama krafti og undanfarið," segir Hannes G. Sigurðsson, forstöðumaður hagdeildar Samtaka atvinnulífsins, um útrás íslenskra fyrirtækja. "Þessi fyrirtæki eru þó enn flest það lítil á alþjóðlegan mælikvarða að endimörk vaxtar þeirra eru ekki fyrirsjáanleg." Hannes telur ekki aðeins hagrænar ástæður fyrir útrásinni. "Ég tel að þetta byggist að hluta til á þeim einstaklingum sem hafa verið í fararbroddi í þessum útrásum," segir Hannes, og tekur lyfjaiðnaðinn, tískuverslanir og stoðtækni sem dæmi. "Þeir hafa fundið sér ákveðin tækifæri á afmörkuðum sviðum á erlendum mörkuðum sem eiga sér engar sérstakar rætur í íslensku efnahagslífi."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira