Reading, lið Ívars Ingimarssonar í ensku fyrstu deildinni, komst í gærkvöld á toppinn þegar það vann góðan 3-0 sigur á Ipswich á útivelli. Ívar var að venju í byrjunarliði Reading og átti stóran þátt í einu marka sinna manna.
Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði bæði mörk Leicester sem gerði jafntefli við Watford 2-2.