Dómsmálaráðherra ráðstafar einn átta milljónum til mannréttindamála 23. nóvember 2005 21:05 Dómsmálaráðherra verður nú einn að ráðstafa átta milljónum til mannréttindamála eftir breytingar á fjárlagafrumvarpinu í meðförum fjárlaganefndar. Fjórar milljónir á forræði utanríkisráðherra færast á hendur Björns Bjarnasonar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þetta ekki djarfmannlegt af nýjum formanni Sjálfstæðisflokksins. Átta milljónir sem áður runnu beint til að reka mannréttindaskrifstofu Íslands fóru á forræði tveggja ráðuneyta eftir breytingar á fjárlögum í fyrra. Þetta varð til þess að skrifstofan varð að leita á náðir ráðuneytanna um féð og eyrnamerkja það einstökum verkefnum. Leikar fóru síðan svo að skrifstofan fékk ekki krónu frá utanríkisráðuneytinu og einungis rúmar tvær milljónir frá dómsmálaráðuneytinu. Um tíma blasti við að loka þyrfti skrifstofunni en félagasamtök hlupu undir bagga. Þær breytingar hafa nú verið gerðar í meðförum fjárlagafrumvarpsins í fjárlaganefnd að fjórar milljónir sem utanríkisráðuneytið átti að ráðstafa flytjast nú alfarið til dómsmálaráðherra. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þetta ekki bera vott um djörfung. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það vekja eftirtekt að nýr formaður Sjálfstæðisflokksins víkur sér undan því að taka afstöðu til fjárveitinga til mannréttindaskrifstofunnar. Eins og menn muna þá gengu Davíð Oddsson og Björn Bjarnason hart fram í því að skera niður fjárveitingar til stofnunarinnar af því að hún hafði leyft sér að gagnrýna stjórnarfrumvarp en nú lætur Geir flytja fjárveitinguna úr utanríkisráðuneytinu og yfir í dómsmálaráðuneytið, augljóslega af því að hann treystir sér hvorki til að veita mannréttindaskrifstofunni fjárstuðning né til þess að neita henni um hann. Helgi segir að fjárveiting fyrrum utanríkisráðherra hafi legið ónotuð að mestu. Helgi Hjörvar segir jafnframt að núna virðist Geir hvorki treysta sér til að fylgja fram þeirri stefnu né að sýna þá djörfung að láta mannréttindaskrifstofuna hafa þann fjárstuðning sem að áður var um samið og brjóta þannig blað hvað varðar stefnu Sjálfstæðisflokksins gagnvart mannréttindaskrifstofunni. Hann hefði vonast eftir meiri djörfung af nýjum formanni flokksins en hann vísar skítverkunum greinilega á Björn Bjarnason. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Dómsmálaráðherra verður nú einn að ráðstafa átta milljónum til mannréttindamála eftir breytingar á fjárlagafrumvarpinu í meðförum fjárlaganefndar. Fjórar milljónir á forræði utanríkisráðherra færast á hendur Björns Bjarnasonar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þetta ekki djarfmannlegt af nýjum formanni Sjálfstæðisflokksins. Átta milljónir sem áður runnu beint til að reka mannréttindaskrifstofu Íslands fóru á forræði tveggja ráðuneyta eftir breytingar á fjárlögum í fyrra. Þetta varð til þess að skrifstofan varð að leita á náðir ráðuneytanna um féð og eyrnamerkja það einstökum verkefnum. Leikar fóru síðan svo að skrifstofan fékk ekki krónu frá utanríkisráðuneytinu og einungis rúmar tvær milljónir frá dómsmálaráðuneytinu. Um tíma blasti við að loka þyrfti skrifstofunni en félagasamtök hlupu undir bagga. Þær breytingar hafa nú verið gerðar í meðförum fjárlagafrumvarpsins í fjárlaganefnd að fjórar milljónir sem utanríkisráðuneytið átti að ráðstafa flytjast nú alfarið til dómsmálaráðherra. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þetta ekki bera vott um djörfung. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það vekja eftirtekt að nýr formaður Sjálfstæðisflokksins víkur sér undan því að taka afstöðu til fjárveitinga til mannréttindaskrifstofunnar. Eins og menn muna þá gengu Davíð Oddsson og Björn Bjarnason hart fram í því að skera niður fjárveitingar til stofnunarinnar af því að hún hafði leyft sér að gagnrýna stjórnarfrumvarp en nú lætur Geir flytja fjárveitinguna úr utanríkisráðuneytinu og yfir í dómsmálaráðuneytið, augljóslega af því að hann treystir sér hvorki til að veita mannréttindaskrifstofunni fjárstuðning né til þess að neita henni um hann. Helgi segir að fjárveiting fyrrum utanríkisráðherra hafi legið ónotuð að mestu. Helgi Hjörvar segir jafnframt að núna virðist Geir hvorki treysta sér til að fylgja fram þeirri stefnu né að sýna þá djörfung að láta mannréttindaskrifstofuna hafa þann fjárstuðning sem að áður var um samið og brjóta þannig blað hvað varðar stefnu Sjálfstæðisflokksins gagnvart mannréttindaskrifstofunni. Hann hefði vonast eftir meiri djörfung af nýjum formanni flokksins en hann vísar skítverkunum greinilega á Björn Bjarnason.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira