Innlent

Flogið frá Kristianstad

Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, var í föruneyti Fischers á Sturup-flugvelli í Malmö skömmu fyrir klukkan sjö. Hann sagði að svartaþoka væri þar og aðeins 50 metra skyggni og því yrði brugðið á það ráð að fara til Kristianstad sem væri fyrir norðan Malmö. þar væri vélin lent og með henni kæmi föruneytið heim. Aðspurður hvenær hann ætti von á því að fara í loftið sagði Páll að það yrði um klukkan átta eða hálfníu. Aðspurður um líðan Fischers sagði Páll að það væri talsvert annar bragur á honum heldur en hafi verið í Tókýó í morgun. Hann léki á als oddi og væri frelsinu feginn og syngi og spjallaði um heima og geima. Bragurinn væri því allt annar en þegar hann ávarpaði blaðamenn í Tókýó í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×