Þurfa ekki atvinnuleyfi í maí 2006 24. mars 2005 00:01 Borgarar átta nýrra ríkja í Evrópusambandinu mega koma hingað til lands og vinna án sérstaks atvinnuleyfis frá og með 1. maí 2006, að öllu óbreyttu. Félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að færa þá dagsetningu framar. Félagsmálaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga. Hún hefur einungis smávægilegar breytingar í för með sér, svo sem það að nú verða erlend heilbrigðisvottorð tekin gild. Í þriðju grein reglugerðarinnar kemur fram að ríkisborgarar í aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, þeirra makar og börn undir 21 árs aldri eru undanþegnir kröfu um atvinnuleyfi. Svohljóðandi bráðabirgðaákvæði fylgir þó reglugerðinni: Ákvæði a.-c.-liðar 3. greinar taka þó ekki gildi að því er varðar rétt ríkisborgara Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands og Ungverjalands til að starfa hér á landi fyrr en 1. maí 2006. Það er skortur á vinnuafli á Íslandi og það hefur ekki farið fram hjá neinum að fólk frá þessum löndum vill koma hingað að vinna og atvinnurekendur vilja ráða það. Væri ekki hægt að fella niður þetta bráðabirgðaákvæði og leyfa borgurum þessara ríkja að koma hingað strax að vinna án þess að atvinnuleyfis sé krafist í stað þess að bíða í rúmt ár þegar stóriðjuframkvæmdir verða langt komnar og ef til vill farið að hægja á hjólum efnahagslífsins? Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að ákvörðun um að nýta heimild til að takmarka frjálst flæði vinnuafls frá þessum löndum um tíma hafi verið tekin í samráði við aðila vinnumarkaðarins fyrir rúmu ári. Hann telur sjálfur að það hafi verið skynsamlegast að setja þessar takmarkanir því ef Ísland hefði verið eitt fárra landa sem ekki gerði það hefði þrýstingurinn aukist til muna og óvíst að allir hefðu verið sáttir við það. Ekki er búið að ákveða hvort þessi tímamörk verða framlengd, eins og leyfi er fyrir í samningnum, og Árni segir sé alveg víst að bráðabirgðaákvæðið verði ekki fellt niður fyrir 1. maí á næsta ári. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Borgarar átta nýrra ríkja í Evrópusambandinu mega koma hingað til lands og vinna án sérstaks atvinnuleyfis frá og með 1. maí 2006, að öllu óbreyttu. Félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að færa þá dagsetningu framar. Félagsmálaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga. Hún hefur einungis smávægilegar breytingar í för með sér, svo sem það að nú verða erlend heilbrigðisvottorð tekin gild. Í þriðju grein reglugerðarinnar kemur fram að ríkisborgarar í aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, þeirra makar og börn undir 21 árs aldri eru undanþegnir kröfu um atvinnuleyfi. Svohljóðandi bráðabirgðaákvæði fylgir þó reglugerðinni: Ákvæði a.-c.-liðar 3. greinar taka þó ekki gildi að því er varðar rétt ríkisborgara Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands og Ungverjalands til að starfa hér á landi fyrr en 1. maí 2006. Það er skortur á vinnuafli á Íslandi og það hefur ekki farið fram hjá neinum að fólk frá þessum löndum vill koma hingað að vinna og atvinnurekendur vilja ráða það. Væri ekki hægt að fella niður þetta bráðabirgðaákvæði og leyfa borgurum þessara ríkja að koma hingað strax að vinna án þess að atvinnuleyfis sé krafist í stað þess að bíða í rúmt ár þegar stóriðjuframkvæmdir verða langt komnar og ef til vill farið að hægja á hjólum efnahagslífsins? Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að ákvörðun um að nýta heimild til að takmarka frjálst flæði vinnuafls frá þessum löndum um tíma hafi verið tekin í samráði við aðila vinnumarkaðarins fyrir rúmu ári. Hann telur sjálfur að það hafi verið skynsamlegast að setja þessar takmarkanir því ef Ísland hefði verið eitt fárra landa sem ekki gerði það hefði þrýstingurinn aukist til muna og óvíst að allir hefðu verið sáttir við það. Ekki er búið að ákveða hvort þessi tímamörk verða framlengd, eins og leyfi er fyrir í samningnum, og Árni segir sé alveg víst að bráðabirgðaákvæðið verði ekki fellt niður fyrir 1. maí á næsta ári.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira