Innlent

Fiskistofa flytur í Hafnarfjörð

Eitt síðasta verk Árna Mathiesen fráfarandi sjávarútvegsráðherra var að flytja Fiskistofu í heimabæ sinn Hafnarfjörð. Fiskistofa hefur verið staðsett í Höfn við Ingólfsstræti frá 1992 og þar starfa níutíu og fjórir starfsmennn auk 33 veiðieftirlitsmanna. Fyrir utan höfuðstöðvarnar eru einnig starfrækt útibú á Ísafirði og Akureyri. Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri, sagði að breytingarnar væru kærkomnar þar sem þröngt hefði verið um starfsemina og hún ekki öll undir sama þaki. Hann sagði hraunið í Hafnarfirði, eða hið rúmgóða húsnæði að Dalshrauni 1, vera jafngóðan kost og hafnarsvæðið í Reykjavík. Húsnæðið er leiguhúsnæði samkvæmt stefnu ríkisins og er áætlað að flutningarnir verði um næstu áramót.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×