ASÍ bregst harkalega við 26. maí 2005 00:01 ASÍ bregst harkalega við yfirlýsingum fjármálaráðherra um vaxtabótakerfið. Ráðherrann telur koma til greina að endurskoða kerfið frá grunni. Samtök atvinnulífsins telja hins vegar fullt tilefni til að lækka vaxtabætur þar sem fasteignaviðskipti drífi áfram verðbólguna. Geir H. Harde fjármálaráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann telji koma til greina að endurskoða vaxtabótakerfið frá grunnni en OECD segir í yfirliti um efnahagsmál hérlendis að draga eigi úr útgjöldum ríkisins vegna vaxtabóta. Á fjárlögum er gert ráð fyrir tæpum fimm milljarða útgjöldum vegna vaxtabóta. Geir segir að kerfið sem hafi átt að koma til móts við tekjulágt fólk í upphafi hvetji til skuldasöfnunar og það séu ekki heppileg skilaboð. Ólafur Darri Ólafsson, hagfræðingur ASÍ, segir hætt við að þeir tekjulægri, og þeir sem hafa óhagstæðust lánin, verði mest fyrir barðinu á slíkri skerðingu eins og reyndin hafi verið með aðrar skerðingar ráðuneytisins. Hann segir að það sé ekki hægt að réttlæta slíkar aðgerðir með að vextir hafi lækkað því vaxtabætur lækki samhliða lægri vöxtum. Hækkun á íbúðaverði fyrir einstaklinga sem eru að koma inn á markaðinn er búið að gera meira en að éta upp ávinning almennra íbúðakaupenda af vaxtalækkunum og rúmlega það. Í sama streng tekur Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Hann segir sambandið klárlega vilja halda í kerfið Samtök Atvinnulífsins fagna hins vegar yfirlýsingu ráðherrans og segja meðal ananrs á heimasíðu sinni að í ljósi þess að þenslan á fasteignamarkaðnum hafi verið drifkraftur verðbólgunnar undanfarin misseri ætti lækkun vaxtabóta að vera mikilvæg aðgerð í viðnámi gegn verðbólgu. Innlent Viðskipti Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
ASÍ bregst harkalega við yfirlýsingum fjármálaráðherra um vaxtabótakerfið. Ráðherrann telur koma til greina að endurskoða kerfið frá grunni. Samtök atvinnulífsins telja hins vegar fullt tilefni til að lækka vaxtabætur þar sem fasteignaviðskipti drífi áfram verðbólguna. Geir H. Harde fjármálaráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann telji koma til greina að endurskoða vaxtabótakerfið frá grunnni en OECD segir í yfirliti um efnahagsmál hérlendis að draga eigi úr útgjöldum ríkisins vegna vaxtabóta. Á fjárlögum er gert ráð fyrir tæpum fimm milljarða útgjöldum vegna vaxtabóta. Geir segir að kerfið sem hafi átt að koma til móts við tekjulágt fólk í upphafi hvetji til skuldasöfnunar og það séu ekki heppileg skilaboð. Ólafur Darri Ólafsson, hagfræðingur ASÍ, segir hætt við að þeir tekjulægri, og þeir sem hafa óhagstæðust lánin, verði mest fyrir barðinu á slíkri skerðingu eins og reyndin hafi verið með aðrar skerðingar ráðuneytisins. Hann segir að það sé ekki hægt að réttlæta slíkar aðgerðir með að vextir hafi lækkað því vaxtabætur lækki samhliða lægri vöxtum. Hækkun á íbúðaverði fyrir einstaklinga sem eru að koma inn á markaðinn er búið að gera meira en að éta upp ávinning almennra íbúðakaupenda af vaxtalækkunum og rúmlega það. Í sama streng tekur Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Hann segir sambandið klárlega vilja halda í kerfið Samtök Atvinnulífsins fagna hins vegar yfirlýsingu ráðherrans og segja meðal ananrs á heimasíðu sinni að í ljósi þess að þenslan á fasteignamarkaðnum hafi verið drifkraftur verðbólgunnar undanfarin misseri ætti lækkun vaxtabóta að vera mikilvæg aðgerð í viðnámi gegn verðbólgu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira