Innlent

Kosningar á landsfundi lögmætar

Ný kjörstjórn landsfundar Samfylkingarinnar hefur gefið út yfirlýsingu um að kosningar í öll embætti á landsfundi Samfylkingarinnar hafi verið lögmætar og í samræmi við reglur flokksins. Þessi yfirlýsing er gefin út af gefnu tilefni því mikil umræða hefur verið um kosningarnar í fjölmiðlum undanfarið, sér í lagi um kosningu Ágústs Ólafs Ágústssonar í embætti varaformanns. Segir kjörstjórnin að framkvæmd kosninganna hafi verið með eðlilegum og hefðbundnum hætti á landsfundinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×