Innlent

Bótakrafa friðargæsluliða samþykkt

Tryggingastofnun hefur samþykkt bótaskyldu vegna þriggja friðargæsluliða sem slösuðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Afganistan í fyrrahaust. Stofnunin, sem hafði áður hafnað bótaskyldu, hefur nú samþykkt að um bótaskylt slys hafi verið að ræða samkvæmt vinnuslysatryggingu almannatrygginga. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að breyta þurfi kafla í lögum um almannatryggingar sem fjalla um slysatryggingar, ef tryggja eigi friðargæsluliða allan sólarhringinn óháð því hvort þeir séu við störf eða ekki. Þá segir að ákvörðunin núna sé tekin á grundvelli nýrra upplýsinga frá utanríkisráðuneytinu sem leiðrétti áður fram komnar upplýsingar frá ráðuneytinu og bæti auk þess ýmsum atriðum við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×