Innlent

Komið aftan að tugþúsundum heimila

Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður segir komið aftan að fimmtíu til sextíu þúsund heimilum í landinu ef vaxtabætur verði skertar enn frekar. Á síðustu tveimur árum hafa vaxtabætur verið skertar um 900 milljónir. Fjármálaráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið í morgun að það komi vel til greina að endurskoða kerfið. Hann hefur bent á að vaxtabætur hafi verið hugsaðar til að mæta háum vöxtum og þeir hafi almennt lækkað. Jóhanna bendir hins vegar á á heimasíðu sinni að þessi rök standist ekki gagnvart þeim lántakendum sem hafa fasta vexti á lánum sínum. Fimmtíu til sextíu þúsund lántakendur hjá Íbúðalánasjóði séu með vexti á bilinu 5,1-5,6% og greiðslumat þeirra byggist á þeim vaxtabótum sem hafi tíðkast þegar lánin voru tekin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×