Innlent

Endurbótum á Engey lokið

Engey RE, stærsta skip á Íslandi, liggur við Miðbakkann í Reykjavík og gnæfir þar yfir önnur skip og byggingar. Skipið er í eigu HB Granda en það var keypt um síðustu áramót og hafa breytingar á skipinu staðið yfir síðan. 26 verða í áhöfn Engeyjar en þegar skipið var í eigu Rússa unnu allt upp undir 160 manns um borð en það er 105 metra langt og 20 metra beitt. Skipið er útbúið til að veiða uppsjávartegundir eins og loðnu, kolmunna og síld. Allur fiskurinn verðu fullunninn um borð en sú nýbreytni verður hjá fyrirtækinu að flaka fiskinn þegar mögulegt er en síðan verður afgangurinn bræddur í bræðslu um borð. Verðmæti skipsins að loknum endurbótunum er hátt í tvo milljarða.
MYND/Vilhelm
MYND/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×