Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2025 20:02 Gunnar Dofri, samskiptastjóri Sorpu, hvetur íbúa til að skila flugeldarusli í þar til gerða gáma. Gámarnir standa uppi fram yfir þrettándann. vísir/sigurjón Sérstökum gámum hefur verið komið fyrir á höfuðborgarsvæðinu og eru íbúar hvattir til að skila notuðum flugeldum þangað. Ruslið er sent til úr landi og notað til að framleiða orku fyrir Svía. Gámarnir eru samstarfsverkefni Sorpu og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og má finna staðsetningu þeirra á vef Sorpu. Um tuttugu gámum hefur verið komið fyrir víðs vegar um svæðið og standa þeir fram yfir þrettándann sem er á mánudaginn næsta. Gámarnir eru víða.grafík/hjalti Flæðir úr gámum „Og eins og þú sérð þá flæðir úr gámnum þannig við erum í rauninni mjög ánægð með að fólk sé svona duglegt að skila þessu, því það er miklu auðveldara að safna þessu saman á einum stað heldur en fyrir utan níutíu þúsund heimili,“ sagði Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu. Gámurinn sem sést í fréttinni var settur upp í morgun og er strax orðinn yfirfullur. Þegar fréttastofa var á svæðinu komu starfsmenn borgarinnar og hirtu stútfullan gáminn. Ekkert nema sprungnir flugeldar Hvað á að fara í þennan gám? „Sprungnir flugeldar. Það er mjög sjaldan sem maður getur komið með einföld svör en þetta er mjög einfalt. Það eru bara sprungnir flugeldar. “ Þeir mega væntanlega alls ekki fara í almenna heimilistunnu? „Nei við viljum ekki fá þá í tunnuna og það spilar margt inn í. Eins og þú sérð, ef þú myndir setja 150 skota Bjarma í tunnuna fyrir utan hjá þér þá myndir þú sennilega ekki setja mikið meira í tunnuna þann mánuðinn. Þannig það er mjög gott að geta nýtt þessa auka þjónustu.“ Gámur staðsettur fyrir utan Vesturbæjarlaugina í Reykjavík.vísir/sigurjón Hálfgerður viðbjóður sem eigi ekki heima í pappatunnu Og þó þetta sé pappi þá á þetta heldur ekki heima í papptunnunni? „Nei þetta er illendurvinnanlegt. Það er mikill leir í þessu. Þetta er búið að brenna og safna í sig vatni. Þannig þetta er hálfgerður viðbjóður og á í raun engan annan farveg heldur en þennan.“ Svíar njóta góðs af Ruslið er síðan sent úr landi í brennslufarveg enda ekki hægt að endurvinna það að neinu leyti. „Nei það skásta sem þú getur gert við þetta er að vinna orkuna úr þessu af því að þegar þú brennir þetta þá myndast smá orka og það er notað til að framleiða orku í Svíþjóð.“ Flugeldar Áramót Sorpa Tengdar fréttir Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. 1. janúar 2025 13:02 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Gámarnir eru samstarfsverkefni Sorpu og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og má finna staðsetningu þeirra á vef Sorpu. Um tuttugu gámum hefur verið komið fyrir víðs vegar um svæðið og standa þeir fram yfir þrettándann sem er á mánudaginn næsta. Gámarnir eru víða.grafík/hjalti Flæðir úr gámum „Og eins og þú sérð þá flæðir úr gámnum þannig við erum í rauninni mjög ánægð með að fólk sé svona duglegt að skila þessu, því það er miklu auðveldara að safna þessu saman á einum stað heldur en fyrir utan níutíu þúsund heimili,“ sagði Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu. Gámurinn sem sést í fréttinni var settur upp í morgun og er strax orðinn yfirfullur. Þegar fréttastofa var á svæðinu komu starfsmenn borgarinnar og hirtu stútfullan gáminn. Ekkert nema sprungnir flugeldar Hvað á að fara í þennan gám? „Sprungnir flugeldar. Það er mjög sjaldan sem maður getur komið með einföld svör en þetta er mjög einfalt. Það eru bara sprungnir flugeldar. “ Þeir mega væntanlega alls ekki fara í almenna heimilistunnu? „Nei við viljum ekki fá þá í tunnuna og það spilar margt inn í. Eins og þú sérð, ef þú myndir setja 150 skota Bjarma í tunnuna fyrir utan hjá þér þá myndir þú sennilega ekki setja mikið meira í tunnuna þann mánuðinn. Þannig það er mjög gott að geta nýtt þessa auka þjónustu.“ Gámur staðsettur fyrir utan Vesturbæjarlaugina í Reykjavík.vísir/sigurjón Hálfgerður viðbjóður sem eigi ekki heima í pappatunnu Og þó þetta sé pappi þá á þetta heldur ekki heima í papptunnunni? „Nei þetta er illendurvinnanlegt. Það er mikill leir í þessu. Þetta er búið að brenna og safna í sig vatni. Þannig þetta er hálfgerður viðbjóður og á í raun engan annan farveg heldur en þennan.“ Svíar njóta góðs af Ruslið er síðan sent úr landi í brennslufarveg enda ekki hægt að endurvinna það að neinu leyti. „Nei það skásta sem þú getur gert við þetta er að vinna orkuna úr þessu af því að þegar þú brennir þetta þá myndast smá orka og það er notað til að framleiða orku í Svíþjóð.“
Flugeldar Áramót Sorpa Tengdar fréttir Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. 1. janúar 2025 13:02 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. 1. janúar 2025 13:02