Gunnar fær engan stuðning eigin varaþingmanns 14. maí 2005 00:01 Sigurlín Margrét Sigurðardóttir 1. varaþingmaður á lista Frjálslynda flokksins í Suðvestur kjördæmis Gunnars Örlygssonar ætlar ekki að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar náði kjöri í þessu kjördæmi sem uppbótarþingmaður Frjálslynda flokksins í Alþingiskosningunum þann 10. maí árið 2003. F-listinn fékk 6,75% prósent gildra atkvæða þar. Á heimasíðu Frjálslynda flokksins tjáir Sigurlín Margrét sig um brotthvarf Gunnars úr flokknum. "Mér varð eins og flestum brugðið, get svo sem vel ímyndað mér að jafnavel harðasta sjálfstæðismanni hafi líka verið brugðið, sér í lagi miðað við málflutning hans í garð Sjálfstæðismanna og stjórnliða almennt á þingi, síðustu daga," segir Sigurlín Margrét. Hún segir það almenna skoðun að svona eigi menn ekki að gera. Nái sannfæring þeirra ekki að samræmast þeirri stefnu sem þeir voru kosnir á þing fyrir, eigi þeir einfaldlega að segja af sér og bíða eftir næstu umferð í nýjum flokki, þar sem sannfæring þeirra sameinist stefnu þess flokks sem þeir hafa valið sér. "Kjósendur hér í Suðvesturkjördæmi gáfu Gunnari umboð með atkvæði sínu til að berjast gegn viðloðandi stefnu í fiskveiðimálum, sem og öðrum málum sem ekki er var full sátt um. Ég lít svo á að þingsætið sé eign kjósenda í Suðvesturkjördæmi, ekki persónuleg eign Gunnars. Mér finnst hann þar með engan rétt hafa til að ráðstafa því eftir eigin geðþótta, - jafnvel þó hann hafi skipt um skoðun," segir Sigurlín Margrét á heimasíðu Frjálslynda flokksins. "Staða mín eftir brotthvarf Gunnars Örlygssonar úr Frjálslynda flokkinum er sú að ég er enn réttkjörin varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæminu. Með þetta í huga og ef sú staða kemur upp að ég komi inn ef Gunnar forfallast, þá mun ég koma inn sem varaþingmaður Frjálslynda flokksins. Það hefur ekki hvarflað að mér að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn, mér fyndist ég væri að svíkja kjósendur ef ég gerði það og ætla mér ekki að gera það", segir Sigurlín Margrét. Sjá nánar á heimasíðu Frjálslynda flokksins Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Stj.mál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir 1. varaþingmaður á lista Frjálslynda flokksins í Suðvestur kjördæmis Gunnars Örlygssonar ætlar ekki að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar náði kjöri í þessu kjördæmi sem uppbótarþingmaður Frjálslynda flokksins í Alþingiskosningunum þann 10. maí árið 2003. F-listinn fékk 6,75% prósent gildra atkvæða þar. Á heimasíðu Frjálslynda flokksins tjáir Sigurlín Margrét sig um brotthvarf Gunnars úr flokknum. "Mér varð eins og flestum brugðið, get svo sem vel ímyndað mér að jafnavel harðasta sjálfstæðismanni hafi líka verið brugðið, sér í lagi miðað við málflutning hans í garð Sjálfstæðismanna og stjórnliða almennt á þingi, síðustu daga," segir Sigurlín Margrét. Hún segir það almenna skoðun að svona eigi menn ekki að gera. Nái sannfæring þeirra ekki að samræmast þeirri stefnu sem þeir voru kosnir á þing fyrir, eigi þeir einfaldlega að segja af sér og bíða eftir næstu umferð í nýjum flokki, þar sem sannfæring þeirra sameinist stefnu þess flokks sem þeir hafa valið sér. "Kjósendur hér í Suðvesturkjördæmi gáfu Gunnari umboð með atkvæði sínu til að berjast gegn viðloðandi stefnu í fiskveiðimálum, sem og öðrum málum sem ekki er var full sátt um. Ég lít svo á að þingsætið sé eign kjósenda í Suðvesturkjördæmi, ekki persónuleg eign Gunnars. Mér finnst hann þar með engan rétt hafa til að ráðstafa því eftir eigin geðþótta, - jafnvel þó hann hafi skipt um skoðun," segir Sigurlín Margrét á heimasíðu Frjálslynda flokksins. "Staða mín eftir brotthvarf Gunnars Örlygssonar úr Frjálslynda flokkinum er sú að ég er enn réttkjörin varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæminu. Með þetta í huga og ef sú staða kemur upp að ég komi inn ef Gunnar forfallast, þá mun ég koma inn sem varaþingmaður Frjálslynda flokksins. Það hefur ekki hvarflað að mér að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn, mér fyndist ég væri að svíkja kjósendur ef ég gerði það og ætla mér ekki að gera það", segir Sigurlín Margrét. Sjá nánar á heimasíðu Frjálslynda flokksins
Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Stj.mál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira