Detroit 1 - Indiana 2 14. maí 2005 00:01 Þeir segja að lengi lifi í gömlum glæðum og það á svo sannarlega við um Reggie Miller hjá Indiana. Þessi fertugi skotmaður gerði út um þriðja leikinn við Detroit í nótt með góðum leik á lokasekúndunum og tryggði Indiana sigur, 79-74. Bæði lið áttu erfitt uppdráttar í sóknarleiknum í nótt, eins og lokatölurnar bera með sér, en þegar leikurinn er í járnum, leika fáir jafn vel og Reggie Miller hjá Indiana. Miller var stigahæstur leikmanna Indiana í nótt með 17 stig og þrátt fyrir að hitta illa eins og flestir, geigaði hann ekki þegar það skipti mestu máli. Miller hitti úr fjórum vítaskotum og skoraði mikilvæga körfu á síðustu 81 sekúndu leiksins og tryggði sigur Indiana, eftir að meistararnir höfðu gert mikið áhlaup og komist yfir. Heimamenn í Indiana leiddu nær allann leikinn og meistararnir náðu sér aldrei á strik í leiknum. Larry Brown, þjálfari Detroit, var æfur út af dómgæslunni undir lok leiksins og Lindsay Hunter, leikmaður Pistons sem varð fyrir barðinu á Miller á lokasekúndunum, kaus að tjá sig ekki við fjölmiðla að leik loknum af ótta við að verða sektaður fyrir að gagnrýna dómarana. "Þetta var frábær karfa hjá Miller í lokinn, en hvernig fór hann að því að koma sér í svona gott skotfæri?," sagði Brown hundfúll og átti við að hann hefði notað bellibrögð til að hrinda frá sér varnarmanninum. "Við förum heim til Detroit með stöðuna 2-2, það er engin spurning," sagði Rasheed Wallace hjá Detroit, sem er ekki á þeim buxunum að tapa næsta leik í Indiana. Wallace tók tvö þriggja stiga skot á síðustu mínútunum sem geiguðu og gáfu Indiana færi á að vinna leikinn. Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 17 stig, Jamaal Tinsley 16 stig (6 stoðs), Anthony Johnson 9 stig, Jeff Foster 8 stig (12 frák), Jermaine O´Neal 8 stig (6 frák), Stephen Jackson 8 stig.Atkvæðamestir í liði Detroit:Chaunchey Billups 23 stig, Rip Hamilton 16 stig, Rasheed Wallace 13 stig (9 frák), Tayshaun Prince 9 stig (9 frák, 6 stoðs), Ben Wallace 7 stig (14 frák), Antonio McDyess 6 stig. NBA Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Þeir segja að lengi lifi í gömlum glæðum og það á svo sannarlega við um Reggie Miller hjá Indiana. Þessi fertugi skotmaður gerði út um þriðja leikinn við Detroit í nótt með góðum leik á lokasekúndunum og tryggði Indiana sigur, 79-74. Bæði lið áttu erfitt uppdráttar í sóknarleiknum í nótt, eins og lokatölurnar bera með sér, en þegar leikurinn er í járnum, leika fáir jafn vel og Reggie Miller hjá Indiana. Miller var stigahæstur leikmanna Indiana í nótt með 17 stig og þrátt fyrir að hitta illa eins og flestir, geigaði hann ekki þegar það skipti mestu máli. Miller hitti úr fjórum vítaskotum og skoraði mikilvæga körfu á síðustu 81 sekúndu leiksins og tryggði sigur Indiana, eftir að meistararnir höfðu gert mikið áhlaup og komist yfir. Heimamenn í Indiana leiddu nær allann leikinn og meistararnir náðu sér aldrei á strik í leiknum. Larry Brown, þjálfari Detroit, var æfur út af dómgæslunni undir lok leiksins og Lindsay Hunter, leikmaður Pistons sem varð fyrir barðinu á Miller á lokasekúndunum, kaus að tjá sig ekki við fjölmiðla að leik loknum af ótta við að verða sektaður fyrir að gagnrýna dómarana. "Þetta var frábær karfa hjá Miller í lokinn, en hvernig fór hann að því að koma sér í svona gott skotfæri?," sagði Brown hundfúll og átti við að hann hefði notað bellibrögð til að hrinda frá sér varnarmanninum. "Við förum heim til Detroit með stöðuna 2-2, það er engin spurning," sagði Rasheed Wallace hjá Detroit, sem er ekki á þeim buxunum að tapa næsta leik í Indiana. Wallace tók tvö þriggja stiga skot á síðustu mínútunum sem geiguðu og gáfu Indiana færi á að vinna leikinn. Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 17 stig, Jamaal Tinsley 16 stig (6 stoðs), Anthony Johnson 9 stig, Jeff Foster 8 stig (12 frák), Jermaine O´Neal 8 stig (6 frák), Stephen Jackson 8 stig.Atkvæðamestir í liði Detroit:Chaunchey Billups 23 stig, Rip Hamilton 16 stig, Rasheed Wallace 13 stig (9 frák), Tayshaun Prince 9 stig (9 frák, 6 stoðs), Ben Wallace 7 stig (14 frák), Antonio McDyess 6 stig.
NBA Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira