Detroit 1 - Indiana 2 14. maí 2005 00:01 Þeir segja að lengi lifi í gömlum glæðum og það á svo sannarlega við um Reggie Miller hjá Indiana. Þessi fertugi skotmaður gerði út um þriðja leikinn við Detroit í nótt með góðum leik á lokasekúndunum og tryggði Indiana sigur, 79-74. Bæði lið áttu erfitt uppdráttar í sóknarleiknum í nótt, eins og lokatölurnar bera með sér, en þegar leikurinn er í járnum, leika fáir jafn vel og Reggie Miller hjá Indiana. Miller var stigahæstur leikmanna Indiana í nótt með 17 stig og þrátt fyrir að hitta illa eins og flestir, geigaði hann ekki þegar það skipti mestu máli. Miller hitti úr fjórum vítaskotum og skoraði mikilvæga körfu á síðustu 81 sekúndu leiksins og tryggði sigur Indiana, eftir að meistararnir höfðu gert mikið áhlaup og komist yfir. Heimamenn í Indiana leiddu nær allann leikinn og meistararnir náðu sér aldrei á strik í leiknum. Larry Brown, þjálfari Detroit, var æfur út af dómgæslunni undir lok leiksins og Lindsay Hunter, leikmaður Pistons sem varð fyrir barðinu á Miller á lokasekúndunum, kaus að tjá sig ekki við fjölmiðla að leik loknum af ótta við að verða sektaður fyrir að gagnrýna dómarana. "Þetta var frábær karfa hjá Miller í lokinn, en hvernig fór hann að því að koma sér í svona gott skotfæri?," sagði Brown hundfúll og átti við að hann hefði notað bellibrögð til að hrinda frá sér varnarmanninum. "Við förum heim til Detroit með stöðuna 2-2, það er engin spurning," sagði Rasheed Wallace hjá Detroit, sem er ekki á þeim buxunum að tapa næsta leik í Indiana. Wallace tók tvö þriggja stiga skot á síðustu mínútunum sem geiguðu og gáfu Indiana færi á að vinna leikinn. Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 17 stig, Jamaal Tinsley 16 stig (6 stoðs), Anthony Johnson 9 stig, Jeff Foster 8 stig (12 frák), Jermaine O´Neal 8 stig (6 frák), Stephen Jackson 8 stig.Atkvæðamestir í liði Detroit:Chaunchey Billups 23 stig, Rip Hamilton 16 stig, Rasheed Wallace 13 stig (9 frák), Tayshaun Prince 9 stig (9 frák, 6 stoðs), Ben Wallace 7 stig (14 frák), Antonio McDyess 6 stig. NBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Þeir segja að lengi lifi í gömlum glæðum og það á svo sannarlega við um Reggie Miller hjá Indiana. Þessi fertugi skotmaður gerði út um þriðja leikinn við Detroit í nótt með góðum leik á lokasekúndunum og tryggði Indiana sigur, 79-74. Bæði lið áttu erfitt uppdráttar í sóknarleiknum í nótt, eins og lokatölurnar bera með sér, en þegar leikurinn er í járnum, leika fáir jafn vel og Reggie Miller hjá Indiana. Miller var stigahæstur leikmanna Indiana í nótt með 17 stig og þrátt fyrir að hitta illa eins og flestir, geigaði hann ekki þegar það skipti mestu máli. Miller hitti úr fjórum vítaskotum og skoraði mikilvæga körfu á síðustu 81 sekúndu leiksins og tryggði sigur Indiana, eftir að meistararnir höfðu gert mikið áhlaup og komist yfir. Heimamenn í Indiana leiddu nær allann leikinn og meistararnir náðu sér aldrei á strik í leiknum. Larry Brown, þjálfari Detroit, var æfur út af dómgæslunni undir lok leiksins og Lindsay Hunter, leikmaður Pistons sem varð fyrir barðinu á Miller á lokasekúndunum, kaus að tjá sig ekki við fjölmiðla að leik loknum af ótta við að verða sektaður fyrir að gagnrýna dómarana. "Þetta var frábær karfa hjá Miller í lokinn, en hvernig fór hann að því að koma sér í svona gott skotfæri?," sagði Brown hundfúll og átti við að hann hefði notað bellibrögð til að hrinda frá sér varnarmanninum. "Við förum heim til Detroit með stöðuna 2-2, það er engin spurning," sagði Rasheed Wallace hjá Detroit, sem er ekki á þeim buxunum að tapa næsta leik í Indiana. Wallace tók tvö þriggja stiga skot á síðustu mínútunum sem geiguðu og gáfu Indiana færi á að vinna leikinn. Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 17 stig, Jamaal Tinsley 16 stig (6 stoðs), Anthony Johnson 9 stig, Jeff Foster 8 stig (12 frák), Jermaine O´Neal 8 stig (6 frák), Stephen Jackson 8 stig.Atkvæðamestir í liði Detroit:Chaunchey Billups 23 stig, Rip Hamilton 16 stig, Rasheed Wallace 13 stig (9 frák), Tayshaun Prince 9 stig (9 frák, 6 stoðs), Ben Wallace 7 stig (14 frák), Antonio McDyess 6 stig.
NBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira