Niðurstaðan áhyggjuefni segir menntamálaráðherra 28. nóvember 2005 12:46 MYND/GVA Einn af hverjum fimm framhaldsskólanemendum sem þreyttu samræmt stúdentspróf í stærðfræði síðastliðið vor skiluðu auðum eða alröngum úrlausnum. Síðastliðið vor voru samræmd stúdentspróf í stærðfræði og ensku lögð fyrir framhaldsskólanemendur í fyrsta sinn en prófað hafði verið í íslensku á þennan máta tvisvar áður. Breytilegt var hve margir þreyttu prófin síðasta vor en nemendur þurfa aðeins að hafa lokið tveimur samræmdum prófum til þess að geta útskrifast úr framhaldsskóla. Þá er ekki gerð krafa um tiltekinn árangur á prófunum til að af útskrift geti orðið heldur eingöngu að nemendur mæti í prófin og sitji við í eina klukkustund. Meðaleinkunn í íslenskuprófinu var 4,9, í ensku var hún 6,2 og aðeins 3,3 í stærðfræðiprófinu. Annar einkunnastigi var þó hannaður fyrir þessi próf og samkvæmt upplýsingum frá Námsmatsstofnun ber því að varast að leggja svipaða merkingu og venja er í einkunnarskalann 1-10. Mikla athygli vekur að af þeim rúmlega 653 nemendum sem þreyttu stærðfræðiprófið skiluðu 49 nemendur auðum prófheftum og 99 fengu lægstu mögulegu einkunn, sem samtals gerir tuttugu og tvö prósent nemenda. Þá skiluðu 6,5 prósent nemenda auðum íslenskuprófum og tæp þrjú og hálft prósent nemenda skrifuðu ekki staf á enskuprófinu, að undanskildu nafninu sínu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir það áhyggjuefni að einn af hverjum fimm framhaldsskólanemendum skuli ýmist skila auðu blaði í stærðfræðiprófinu eða alröngum úrlausnum. Ljóst sé að Námsmatsstofnun þurfi að fara gaumgæfilega yfir málið. Aðspurð hvort samræmdu stúdentsprófin séu ekki andvana fædd segir Þorgerður það annað mál. Hún ítrekar að þau hafi verið sett á laggirnar samkvæmt lögum sem sett hafi verið árið 1996 og enginn þingflokkur andmælti. Síðan þá hafi þó margt gerst en skoðað verði málefni framhaldsskólanna í heild eins og verið sé að gera varðandi breytta námskipan og styttingu námsins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Einn af hverjum fimm framhaldsskólanemendum sem þreyttu samræmt stúdentspróf í stærðfræði síðastliðið vor skiluðu auðum eða alröngum úrlausnum. Síðastliðið vor voru samræmd stúdentspróf í stærðfræði og ensku lögð fyrir framhaldsskólanemendur í fyrsta sinn en prófað hafði verið í íslensku á þennan máta tvisvar áður. Breytilegt var hve margir þreyttu prófin síðasta vor en nemendur þurfa aðeins að hafa lokið tveimur samræmdum prófum til þess að geta útskrifast úr framhaldsskóla. Þá er ekki gerð krafa um tiltekinn árangur á prófunum til að af útskrift geti orðið heldur eingöngu að nemendur mæti í prófin og sitji við í eina klukkustund. Meðaleinkunn í íslenskuprófinu var 4,9, í ensku var hún 6,2 og aðeins 3,3 í stærðfræðiprófinu. Annar einkunnastigi var þó hannaður fyrir þessi próf og samkvæmt upplýsingum frá Námsmatsstofnun ber því að varast að leggja svipaða merkingu og venja er í einkunnarskalann 1-10. Mikla athygli vekur að af þeim rúmlega 653 nemendum sem þreyttu stærðfræðiprófið skiluðu 49 nemendur auðum prófheftum og 99 fengu lægstu mögulegu einkunn, sem samtals gerir tuttugu og tvö prósent nemenda. Þá skiluðu 6,5 prósent nemenda auðum íslenskuprófum og tæp þrjú og hálft prósent nemenda skrifuðu ekki staf á enskuprófinu, að undanskildu nafninu sínu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir það áhyggjuefni að einn af hverjum fimm framhaldsskólanemendum skuli ýmist skila auðu blaði í stærðfræðiprófinu eða alröngum úrlausnum. Ljóst sé að Námsmatsstofnun þurfi að fara gaumgæfilega yfir málið. Aðspurð hvort samræmdu stúdentsprófin séu ekki andvana fædd segir Þorgerður það annað mál. Hún ítrekar að þau hafi verið sett á laggirnar samkvæmt lögum sem sett hafi verið árið 1996 og enginn þingflokkur andmælti. Síðan þá hafi þó margt gerst en skoðað verði málefni framhaldsskólanna í heild eins og verið sé að gera varðandi breytta námskipan og styttingu námsins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira