Innlent

Fræðslusjóður um einhverfu

Stofnfé hans er 1.7 miljónir króna sem er ágóði af námstefnunni Einhverfa - Leikur - Félagsfærni sem Fjölskyldudeild Akureyrar, Fræðsluskrifstofa Kópavogs, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Umsjónarfélagi einhverfra héldu í apríl 2004. Markmið fræðslusjóðsins er að efla enn frekar þá þekkingu sem námstefnan lagði grunn að í þágu barna með einhverfu hér á landi. Tilgangur hans er að stuðla að því að fagleg og hagnýt námskeið séu haldin af viðurkenndum aðilum. Ennfremur að styrkja fyrirlestrahald erlendra fræðimanna á sviði einhverfu og styrkja útgáfu á fræðsluefni. Úthlutað verður úr sjóðnum einu sinni á ári



Fleiri fréttir

Sjá meira


×