Viðskipti innlent

Rannsakar hæfi Halldórs

Ríkisendurskoðandi er að kanna hvort Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafi verið vanhæfur til að taka ákvarðanir um sölu ríkisbankanna vegna eigna- og venslatengsla við þau félög sem keyptu Búnaðarbankann. Frá þessu er greint á ruv.is. Eftir langan fund fjárlaganefndar Alþingis í gær stóðu eftir spurningar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, sem var utanríkisráðherra við bankasöluna, til að taka ákvarðanir um sölu ríkisbankanna vegna eigna- og venslatengsla við þau félög sem keyptu Búnaðarbankann. Ríkisendurskoðun tók þá ákvörðun, eftir fund fjárlaganefndar í gær, að rannsaka upp á nýtt hvort forsætisráðherra hafi hugsanlega verið vanhæfur í málinu. Málið fær flýtimeðferð og niðurstaða er væntanleg um eða eftir helgi eftir því sem fram kemur á vef RÚV.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×