Ys og þys á Indlandi 27. maí 2005 00:01 Forseti Indlands, Abdul Kalam, kemur til Íslands í dag í opinbera heimsókn í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta en hann mun dvelja hér til 1. júní. Heimsóknin er liður í lengra ferðalagi því auk Íslands sækir hann Rússland, Sviss og Úkraínu heim. Samvinna Íslendinga og Indverja á sviði lyfjaþróunar og lyfjaframleiðslu verður í brennidepli á meðan heimsókn Kalam og fylgdarliðs hans stendur en einnig hyggst hann kynna sér orkuframleiðslutækni með jarðhita og viðvörunarkerfi um jarðskjálfta sem Íslendingar hafa þróað. Eins og lesa má annars staðar á síðunni þá er Kalam er margslunginn persónuleiki og þannig er hann á vissan hátt spegill þjóðar sinnar. Á Indlandi býr rúmur milljarður manna í 29 sjálfstæðum héruðum. Þar tala menn 33 tungumál sem skiptast í 1.650 mállýskur og fjölbreytni í trúarbrögðum er óvíða meiri. Og eins og búast má við eru kjör fólks í þessu víðfeðma landi býsna misjöfn svo ekki sé fastar að orði kveðið. Bullandi hagvöxtur Fréttir af efnahagsuppgangi Indlands hafa verið áberandi í vestrænum fjölmiðlum undanfarin ár enda hafa Indverjar, líkt og Kínverjar, mjög sótt í sig veðrið í þessum efnum. Á meðan hagvöxtur síðustu tíu ára á evrusvæðinu hefur ekki verið nema 1,9 prósent og og í Bandaríkjunum 3,3 prósent þá hafa Indverjar búið við 5,9 prósenta hagvöxt að jafnaði síðasta áratug. Þeir eiga þó enn langt í land með að ná Kínverjum með sinn 9,3 prósenta meðalhagvöxt. Það sem gerir árangur Indverja ekki hvað síst ánægjulegan er að sífellt stærri hluti þjóðarteknanna kemur úr tölvu- og upplýsingatæknigeirunum. Á hverju ári útskrifast hundruð þúsunda verkfræðinga úr indverskum háskólum sem standast fyllilega samanburð við vestræna starfsbræður sína - en þiggja lægri laun fyrir störf sín. Fyrirtæki á Vesturlöndum hafa nýtt sér enskukunnáttu Indverja til dæmis með því að flytja verkefni á borð við símasvörunarþjónustu þangað. Gæðunum misskipt Sá böggull fylgir skammrifi að þessum nýfengnu tekjum er mjög misskipt. Lunginn úr erlendri fjárfestingu endar í sex ríkustu héruðunum, hin 23 fá nánast ekki neitt. Enn búa um 35 prósent Indverja undir fátækramörkum, eða um 350 milljónir fólks. 47 prósent barna undir fimm ára aldri eru vannærð og 65 af hverjum fæddum börnum deyja á fyrsta ári. Ýmsar ástæður eru fyrir því að ekki hefur gengið betur að bæta hag indversks almennings þrátt fyrir uppsveifluna. Greinarhöfundur í The Economist setti fram athyglisverða kenningu fyrr á þessu ári hvers vegna staðan væri önnur í Kína að þessu leyti, ástæðan liggur í lestrarkunnáttu kvenna. Í Kína geta 87 prósent kvenna lesið á meðan 45 prósent indverskra kvenna eru læsar. Skólaganga kvenna leiðir af sér betri heilsu og menntun hjá fólki almennt sem aftur leiðir til hæfara vinnuafls. "Börn sem gengið hafa í skóla vilja ekki vinna á hrísgrjónaakri," segir í The Economist. Auðvitað er þessi framsetning einföldun enda eru aðstæður í Kína og Indlandi ólíkar í flestu tilliti. Þannig er Kína mun einsleitari þjóð en Indland og sömuleiðis eru pólitískar aðstæður þar allt aðrar. Rótgróið lýðræði Í þessu ljósi er athyglisvert hversu rótgróið lýðræði er á Indlandi - þótt það sé ekki að öllu leyti sniðið að vestrænum kröfum og hugmyndum - því afar fá dæmi eru um lýðræðisríki þar sem þjóðartekjur á íbúa eru mjög lágar. Kjörsókn er yfirleitt með ágætum á Indlandi og það eru ekki síst þeir sem lægstu tekjurnar hafa sem skila sér á kjörstað. Hvers vegna gengur þá ekki betur að koma á umbótum í landinu? Fyrir utan hina rótgrónu stéttaskiptingu sem gegnsýrir indverskt samfélag þá bendir The Economist á þrjár brotalamir sem finna má í stjórnmálalífi landsins um þessar mundir: spilltir stjórnmálamenn, of margir flokkar og of mikil miðstýring. Fjórðungur þingmanna bíður ákæru Af þeim 541 þingmanni sem settist í neðri deild þingsins eftir kosningarnar í fyrra hafði tæplega fjórðungur verið ákærður fyrir glæpsamlegt athæfi. Hlutfallið er hærra hjá þeim þingmönnum sem litla menntun hafa en þeir eru einnig auðugari en þeir þingmenn sem eru langskólagengnir. Helmingur þeirra sem gæti beðið löng fangelsisvist kemur úr fjórum kjarnahéruðum hindúa en þar er sögð sérstaklega mikil hætta á að glæpamenn hrifsi völdin og stýri svæðinu eins og lénsdæmi sínu. Þar er jafnframt mest hættan á kosningasvindli. Þótt fjölbreytt flokkaflóra beri gróskumiklu stjórnmálastarfi vitni þá má öllu ofgera. Auk stóru flokkanna tveggja, Kongress-flokksins og Bharatiya Janata, þjóðarflokks hindúa, er urmull smáflokka á þinginu sem berjast flestir hverjir fyrir þröngum sérhagsmunum sinna umbjóðenda. Í samsteypustjórninni sem Kongress-flokkurinn myndaði eftir kosningarnar fyrir ári eru tuttugu smáflokkar, með öðrum orðum, ríkisstjórnin er mynduð utan um lægsta mögulega samnefnara. Því þarf ekki að koma á óvart að Manmohan Singh forsætisráðherra hafi ekki tekist að hrinda nema broti af þeim umbótum í framkvæmd sem flokkur hans hafði lofað. Að lokum er bent á að með því að draga úr miðstýringu í landinu og færa meiri völd og fjárráð til héraðs- eða bæjarstjórna væri mun auðveldara að fylgjast með að þeir sem ættu rétt á tiltekinni þjónustu nytu hennar. Það væri kærkomin tilbreyting í stað þess að "aðeins fimmtán rúpíur rynnu til fátækra af þeim hundrað sem þeim hafði verið lofað af almannafé," svo vitnað sé til orða Rajiv Ghandi, fyrrverandi forsætisráðherra. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Forseti Indlands, Abdul Kalam, kemur til Íslands í dag í opinbera heimsókn í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta en hann mun dvelja hér til 1. júní. Heimsóknin er liður í lengra ferðalagi því auk Íslands sækir hann Rússland, Sviss og Úkraínu heim. Samvinna Íslendinga og Indverja á sviði lyfjaþróunar og lyfjaframleiðslu verður í brennidepli á meðan heimsókn Kalam og fylgdarliðs hans stendur en einnig hyggst hann kynna sér orkuframleiðslutækni með jarðhita og viðvörunarkerfi um jarðskjálfta sem Íslendingar hafa þróað. Eins og lesa má annars staðar á síðunni þá er Kalam er margslunginn persónuleiki og þannig er hann á vissan hátt spegill þjóðar sinnar. Á Indlandi býr rúmur milljarður manna í 29 sjálfstæðum héruðum. Þar tala menn 33 tungumál sem skiptast í 1.650 mállýskur og fjölbreytni í trúarbrögðum er óvíða meiri. Og eins og búast má við eru kjör fólks í þessu víðfeðma landi býsna misjöfn svo ekki sé fastar að orði kveðið. Bullandi hagvöxtur Fréttir af efnahagsuppgangi Indlands hafa verið áberandi í vestrænum fjölmiðlum undanfarin ár enda hafa Indverjar, líkt og Kínverjar, mjög sótt í sig veðrið í þessum efnum. Á meðan hagvöxtur síðustu tíu ára á evrusvæðinu hefur ekki verið nema 1,9 prósent og og í Bandaríkjunum 3,3 prósent þá hafa Indverjar búið við 5,9 prósenta hagvöxt að jafnaði síðasta áratug. Þeir eiga þó enn langt í land með að ná Kínverjum með sinn 9,3 prósenta meðalhagvöxt. Það sem gerir árangur Indverja ekki hvað síst ánægjulegan er að sífellt stærri hluti þjóðarteknanna kemur úr tölvu- og upplýsingatæknigeirunum. Á hverju ári útskrifast hundruð þúsunda verkfræðinga úr indverskum háskólum sem standast fyllilega samanburð við vestræna starfsbræður sína - en þiggja lægri laun fyrir störf sín. Fyrirtæki á Vesturlöndum hafa nýtt sér enskukunnáttu Indverja til dæmis með því að flytja verkefni á borð við símasvörunarþjónustu þangað. Gæðunum misskipt Sá böggull fylgir skammrifi að þessum nýfengnu tekjum er mjög misskipt. Lunginn úr erlendri fjárfestingu endar í sex ríkustu héruðunum, hin 23 fá nánast ekki neitt. Enn búa um 35 prósent Indverja undir fátækramörkum, eða um 350 milljónir fólks. 47 prósent barna undir fimm ára aldri eru vannærð og 65 af hverjum fæddum börnum deyja á fyrsta ári. Ýmsar ástæður eru fyrir því að ekki hefur gengið betur að bæta hag indversks almennings þrátt fyrir uppsveifluna. Greinarhöfundur í The Economist setti fram athyglisverða kenningu fyrr á þessu ári hvers vegna staðan væri önnur í Kína að þessu leyti, ástæðan liggur í lestrarkunnáttu kvenna. Í Kína geta 87 prósent kvenna lesið á meðan 45 prósent indverskra kvenna eru læsar. Skólaganga kvenna leiðir af sér betri heilsu og menntun hjá fólki almennt sem aftur leiðir til hæfara vinnuafls. "Börn sem gengið hafa í skóla vilja ekki vinna á hrísgrjónaakri," segir í The Economist. Auðvitað er þessi framsetning einföldun enda eru aðstæður í Kína og Indlandi ólíkar í flestu tilliti. Þannig er Kína mun einsleitari þjóð en Indland og sömuleiðis eru pólitískar aðstæður þar allt aðrar. Rótgróið lýðræði Í þessu ljósi er athyglisvert hversu rótgróið lýðræði er á Indlandi - þótt það sé ekki að öllu leyti sniðið að vestrænum kröfum og hugmyndum - því afar fá dæmi eru um lýðræðisríki þar sem þjóðartekjur á íbúa eru mjög lágar. Kjörsókn er yfirleitt með ágætum á Indlandi og það eru ekki síst þeir sem lægstu tekjurnar hafa sem skila sér á kjörstað. Hvers vegna gengur þá ekki betur að koma á umbótum í landinu? Fyrir utan hina rótgrónu stéttaskiptingu sem gegnsýrir indverskt samfélag þá bendir The Economist á þrjár brotalamir sem finna má í stjórnmálalífi landsins um þessar mundir: spilltir stjórnmálamenn, of margir flokkar og of mikil miðstýring. Fjórðungur þingmanna bíður ákæru Af þeim 541 þingmanni sem settist í neðri deild þingsins eftir kosningarnar í fyrra hafði tæplega fjórðungur verið ákærður fyrir glæpsamlegt athæfi. Hlutfallið er hærra hjá þeim þingmönnum sem litla menntun hafa en þeir eru einnig auðugari en þeir þingmenn sem eru langskólagengnir. Helmingur þeirra sem gæti beðið löng fangelsisvist kemur úr fjórum kjarnahéruðum hindúa en þar er sögð sérstaklega mikil hætta á að glæpamenn hrifsi völdin og stýri svæðinu eins og lénsdæmi sínu. Þar er jafnframt mest hættan á kosningasvindli. Þótt fjölbreytt flokkaflóra beri gróskumiklu stjórnmálastarfi vitni þá má öllu ofgera. Auk stóru flokkanna tveggja, Kongress-flokksins og Bharatiya Janata, þjóðarflokks hindúa, er urmull smáflokka á þinginu sem berjast flestir hverjir fyrir þröngum sérhagsmunum sinna umbjóðenda. Í samsteypustjórninni sem Kongress-flokkurinn myndaði eftir kosningarnar fyrir ári eru tuttugu smáflokkar, með öðrum orðum, ríkisstjórnin er mynduð utan um lægsta mögulega samnefnara. Því þarf ekki að koma á óvart að Manmohan Singh forsætisráðherra hafi ekki tekist að hrinda nema broti af þeim umbótum í framkvæmd sem flokkur hans hafði lofað. Að lokum er bent á að með því að draga úr miðstýringu í landinu og færa meiri völd og fjárráð til héraðs- eða bæjarstjórna væri mun auðveldara að fylgjast með að þeir sem ættu rétt á tiltekinni þjónustu nytu hennar. Það væri kærkomin tilbreyting í stað þess að "aðeins fimmtán rúpíur rynnu til fátækra af þeim hundrað sem þeim hafði verið lofað af almannafé," svo vitnað sé til orða Rajiv Ghandi, fyrrverandi forsætisráðherra.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira