Refsirammi rúmur en dómar of vægir 27. maí 2005 00:01 Ragnheiður Bragadóttir lagaprófessor segir að refsirammi kynferðisbrota sé sé rúmur og geri ráð fyrir þungum refsingum. Dómar séu hins vegar oft vægir. Dómsmálaráðherra hefur falið Ragnheiði að skoða ákvæði í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. Dómsmálaráðherra fól Ragnheiði Bragadóttur að huga að breytingum á þeim ákvæðum í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga sem lúta að nauðgun og öðrum brotum gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrotum gegn börnum og vændi. Þessi kafli laganna er þó aðeins þrettán ára gamall. Aðspurður hvort lög sem séu 13 ára gömul séu strax úr sér gengin segir Björn Bjarnason að umræðan í samfélaginu hafi verið á þá leið og á þingi hafi menn komið ár eftir ár fram með hugmyndir um það að nauðsynlegt væri að huga að breytingum á kynferðisbrotakaflanum. Þegar þessir aðilar hafi tekið sig saman, eins og gerst hafi nú, og komið með tillögur að aðgerðaáætlun hafi honum þótt það kjörið tækifæri til að taka í þá hönd og nota tækifærið til að fara rækilega yfir málin. Hann sé ekki búinn að komast að niðurstöðu um það hvað komi út úr vinnunni en hann telji fulla ástæðu til að taka á þessum málum miðað við þá umræðu sem verið hafi um þau. Ragnheiður Bragadóttir hefur undanfarin ár stundað kennslu og rannsóknir á kynferðisbrotum. Fyrir nokkrum árum var tekin upp ný kjörgrein sem kallast Ofbeldisbrot frá sjónarhóli kvennaréttar. Lögð hefur verið áhersla á að nemendur nálgist viðfangsefnið með gagnrýnum huga og hvernig mætti breyta lögunum þannig að þau þjóni betur hagsmunum kvenna og barna. Ragnheiður segir að refsiramminn sjálfur sé vel rúmur enda er hægt að dæma fólk sextán ára fangelsi fyrir nauðganir. Hins vegar séu ýmis ákvæði bæði til refsilækkunar og þyngingar sem þurfi að endurskoða. En vill hún þyngja dóma? Ragnheiður segir að dómarnir séu vægir og þá sé spurning hvort eðlilegt sé að snarþyngja þá allt í einu. Í mörgum tilvikum sé mun eðlilegra að það eigi sér stað ákveðin þróun. Ragnheiður segist hins vegar leggja áherslu á það að byggja verkið á rannsóknum á íslenskum rétti, m.a. þeim sem hún stundi núna, en það sé refsiréttarlegur grunnur. Þá verði líka að taka tillit þess sem best hafi verið gert erlendis. Drög að frumvarpi, sem Ragnheiður semur, verður væntanlega tekið til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu í haust. Ráðuneytið kynnir það og leggur fram á Alþingi í vetur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira
Ragnheiður Bragadóttir lagaprófessor segir að refsirammi kynferðisbrota sé sé rúmur og geri ráð fyrir þungum refsingum. Dómar séu hins vegar oft vægir. Dómsmálaráðherra hefur falið Ragnheiði að skoða ákvæði í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. Dómsmálaráðherra fól Ragnheiði Bragadóttur að huga að breytingum á þeim ákvæðum í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga sem lúta að nauðgun og öðrum brotum gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrotum gegn börnum og vændi. Þessi kafli laganna er þó aðeins þrettán ára gamall. Aðspurður hvort lög sem séu 13 ára gömul séu strax úr sér gengin segir Björn Bjarnason að umræðan í samfélaginu hafi verið á þá leið og á þingi hafi menn komið ár eftir ár fram með hugmyndir um það að nauðsynlegt væri að huga að breytingum á kynferðisbrotakaflanum. Þegar þessir aðilar hafi tekið sig saman, eins og gerst hafi nú, og komið með tillögur að aðgerðaáætlun hafi honum þótt það kjörið tækifæri til að taka í þá hönd og nota tækifærið til að fara rækilega yfir málin. Hann sé ekki búinn að komast að niðurstöðu um það hvað komi út úr vinnunni en hann telji fulla ástæðu til að taka á þessum málum miðað við þá umræðu sem verið hafi um þau. Ragnheiður Bragadóttir hefur undanfarin ár stundað kennslu og rannsóknir á kynferðisbrotum. Fyrir nokkrum árum var tekin upp ný kjörgrein sem kallast Ofbeldisbrot frá sjónarhóli kvennaréttar. Lögð hefur verið áhersla á að nemendur nálgist viðfangsefnið með gagnrýnum huga og hvernig mætti breyta lögunum þannig að þau þjóni betur hagsmunum kvenna og barna. Ragnheiður segir að refsiramminn sjálfur sé vel rúmur enda er hægt að dæma fólk sextán ára fangelsi fyrir nauðganir. Hins vegar séu ýmis ákvæði bæði til refsilækkunar og þyngingar sem þurfi að endurskoða. En vill hún þyngja dóma? Ragnheiður segir að dómarnir séu vægir og þá sé spurning hvort eðlilegt sé að snarþyngja þá allt í einu. Í mörgum tilvikum sé mun eðlilegra að það eigi sér stað ákveðin þróun. Ragnheiður segist hins vegar leggja áherslu á það að byggja verkið á rannsóknum á íslenskum rétti, m.a. þeim sem hún stundi núna, en það sé refsiréttarlegur grunnur. Þá verði líka að taka tillit þess sem best hafi verið gert erlendis. Drög að frumvarpi, sem Ragnheiður semur, verður væntanlega tekið til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu í haust. Ráðuneytið kynnir það og leggur fram á Alþingi í vetur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira