Sport

David Toms hné niður á golfmóti

Einn þekktasti kylfingur Bandaríkjanna, David Toms, hné niður á golfvellinum í gær þegar hann var leika fyrsta hring sinn á Lumber Classic mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi. Toms kvartaði yfir verk í brjósti og örum hjartslætti og var fluttur á sjúkrahús. Líðan hans er góð og hann er ekki í lífshættu eins og óttast var í fyrstu. Toms hefur unnið ellefu sigra í bandarísku mótaröðinni og er í 11. sæti á heimslista kylfinga. Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir á mótinu, léku á 65 höggum, sjö undir pari. Það eru Bandaríkjamennirnir, Shaun Micheel, Jason Gore, Mark O´Meara og Kóreumaðurinn Charlie Wie. Vijay Singh er í 50. sæti á pari en hann sigraði á þessu móti í fyrra. Það gekk heldur ekki vel hjá PGA-meistaranum Phil Mickelson, hann er í 73.sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×