Tíu ár frá snjóflóðinu í Súðavík 15. janúar 2005 00:01 Um tuttugu hús urðu fyrir flóðinu og rifnuðu flest þeirra í tætlur. Björgunarstarf fór fram við ömurlegar aðstæður í ofsaveðri. Vísir/Pjetur Á morgun eru tíu ár liðin frá snjóflóðunum í Súðavík sem hrifu með sér fjórtán mannslíf. Tólf slösuðust en þrjátíu og fjórir björguðust. Um tuttugu hús urðu fyrir flóðinu og rifnuðu flest þeirra í tætlur. Björgunarstarf fór fram við ömurlegar aðstæður í ofsaveðri. Flóðið féll þegar klukkan var sautján mínútur gengin í sjö að morgni og flestir íbúar í fastasvefni þegar flóðið hreinlega sópaði húsunum af grunnum sínum. Þeir sem komust lífs af úr húsunum sem urðu fyrir snjófjallinu segjast hafa verið einir, fáklæddir og leitandi ástvina. Fólk safnaðist saman í frystihúsi staðarins, Frosta hf., og björgunarstarf hófst. Upp var runninn svartur dagur í Súðavík og eftir því sem leið á hann kom í ljós hvílíkar hörmungar voru hér á ferðinni. 26 manns höfðu orðið fyrir flóðinu og björgunarsveitir og sjálfboðaliðar mokuðu og mokuðu í kófinu. Margrét Elíasdóttir, einn bæjarbúa, sagði ótta og skelfingu hafa ríkt á meðal fólksins og fólk hafi reynt að fá upplýsingar hverjir væru lifandi og hverjir ekki. Ómar Már Jónsson, sem nú er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, kom í land úr togaranum Bessa um morguninn ásamt Hafsteini Númasyni. Blindbylur geisaði og menn áttu erfitt með að meta umfang flóðsins. Ómar segir að þegar hafi rofað til blasti við þeim Hafsteini eyða þar sem staðið höfðu hús. Foreldrar hans sluppu en hús systur hans og fjölskyldu hennar lenti í flóðinu. Yngsta dóttir þeirra hjóna lést. Björgunarfólk kom fyrst frá Ísafirði og eftir því sem leið á daginn fundust þeir sem saknað var - sumir látnir, aðrir á lífi. Tómas Þór Veruson, sem þá var ellefu ára, var sá síðasti sem fannst á lífi en hann var fastur undir farginu í tuttugu og fjóra tíma. Björgun hans er kraftaverk. Hann segist muna þegar björgunarsveitarmennirnir stóðu yfir honum en ekki eftir sjálfu flóðinu. „Ég lenti ofan á vatnsrúmi úr næsta húsi, fékk fataskápinn minn yfir mig og svo allan snjóinn þannig að ég hafði smá pláss til að hreyfa mig,“ segir Tómas. Morguninn eftir flóðið kom varðskipið Týr með óþreytt björgunarlið sem leysti af menn sem sumir hverjir höfðu mokað í sólarhring. Þáverandi sveitarstjóri, Sigríður Hrönn Elíasdóttir, var sprautuð niður eftir átökin. Hún kveðst aldrei hafa gefið sér tíma til að verða hrædd fyrsta sólarhringinn eða svo eftir flóðið. Hafsteinn Númason og Berglind Hjaltadóttir, sem rætt verður við í fréttum á morgun, misstu börn sín þrjú í flóðinu. Tveggja ára, fjögurra ára og sjö ára. Í viðtali skömmu eftir að flóðið féll sagði Hafsteinn að ljósið í myrkrinu væri hugsunin um að gefast ekki upp og byrja upp á nýtt. Þeir sem komu til Súðavíkur þessa örlagaríku daga árið 1995 gleyma því aldrei. Þetta var atburður af slíkri stærðargráðu að hann markaði spor í sálu manna. Eggert Skúlason, sem fór á svæðið fyrir Stöð 2, segist muna hversu oft hann hafi þurft að berjast við að fara ekki að gráta. Og það hafi ekki alltaf tekist. Eftir heimkomuna grét hann mikið með hálfsmánaðar gamlan son sinn í fanginu. Þjóðin öll var sem lömuð dagana eftir hamfarirnar í Súðavík. Hugur hennar endurspeglaðist í gerðum þáverandi forseta landsins, Vigdísar Finnbogadóttur, þegar haldin var minningarathöfn um hina látnu. Hún gerði það eina sem hægt var að gera: tók utan um fólkið. Það gerði þjóðin líka. Fréttir Innlent Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Á morgun eru tíu ár liðin frá snjóflóðunum í Súðavík sem hrifu með sér fjórtán mannslíf. Tólf slösuðust en þrjátíu og fjórir björguðust. Um tuttugu hús urðu fyrir flóðinu og rifnuðu flest þeirra í tætlur. Björgunarstarf fór fram við ömurlegar aðstæður í ofsaveðri. Flóðið féll þegar klukkan var sautján mínútur gengin í sjö að morgni og flestir íbúar í fastasvefni þegar flóðið hreinlega sópaði húsunum af grunnum sínum. Þeir sem komust lífs af úr húsunum sem urðu fyrir snjófjallinu segjast hafa verið einir, fáklæddir og leitandi ástvina. Fólk safnaðist saman í frystihúsi staðarins, Frosta hf., og björgunarstarf hófst. Upp var runninn svartur dagur í Súðavík og eftir því sem leið á hann kom í ljós hvílíkar hörmungar voru hér á ferðinni. 26 manns höfðu orðið fyrir flóðinu og björgunarsveitir og sjálfboðaliðar mokuðu og mokuðu í kófinu. Margrét Elíasdóttir, einn bæjarbúa, sagði ótta og skelfingu hafa ríkt á meðal fólksins og fólk hafi reynt að fá upplýsingar hverjir væru lifandi og hverjir ekki. Ómar Már Jónsson, sem nú er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, kom í land úr togaranum Bessa um morguninn ásamt Hafsteini Númasyni. Blindbylur geisaði og menn áttu erfitt með að meta umfang flóðsins. Ómar segir að þegar hafi rofað til blasti við þeim Hafsteini eyða þar sem staðið höfðu hús. Foreldrar hans sluppu en hús systur hans og fjölskyldu hennar lenti í flóðinu. Yngsta dóttir þeirra hjóna lést. Björgunarfólk kom fyrst frá Ísafirði og eftir því sem leið á daginn fundust þeir sem saknað var - sumir látnir, aðrir á lífi. Tómas Þór Veruson, sem þá var ellefu ára, var sá síðasti sem fannst á lífi en hann var fastur undir farginu í tuttugu og fjóra tíma. Björgun hans er kraftaverk. Hann segist muna þegar björgunarsveitarmennirnir stóðu yfir honum en ekki eftir sjálfu flóðinu. „Ég lenti ofan á vatnsrúmi úr næsta húsi, fékk fataskápinn minn yfir mig og svo allan snjóinn þannig að ég hafði smá pláss til að hreyfa mig,“ segir Tómas. Morguninn eftir flóðið kom varðskipið Týr með óþreytt björgunarlið sem leysti af menn sem sumir hverjir höfðu mokað í sólarhring. Þáverandi sveitarstjóri, Sigríður Hrönn Elíasdóttir, var sprautuð niður eftir átökin. Hún kveðst aldrei hafa gefið sér tíma til að verða hrædd fyrsta sólarhringinn eða svo eftir flóðið. Hafsteinn Númason og Berglind Hjaltadóttir, sem rætt verður við í fréttum á morgun, misstu börn sín þrjú í flóðinu. Tveggja ára, fjögurra ára og sjö ára. Í viðtali skömmu eftir að flóðið féll sagði Hafsteinn að ljósið í myrkrinu væri hugsunin um að gefast ekki upp og byrja upp á nýtt. Þeir sem komu til Súðavíkur þessa örlagaríku daga árið 1995 gleyma því aldrei. Þetta var atburður af slíkri stærðargráðu að hann markaði spor í sálu manna. Eggert Skúlason, sem fór á svæðið fyrir Stöð 2, segist muna hversu oft hann hafi þurft að berjast við að fara ekki að gráta. Og það hafi ekki alltaf tekist. Eftir heimkomuna grét hann mikið með hálfsmánaðar gamlan son sinn í fanginu. Þjóðin öll var sem lömuð dagana eftir hamfarirnar í Súðavík. Hugur hennar endurspeglaðist í gerðum þáverandi forseta landsins, Vigdísar Finnbogadóttur, þegar haldin var minningarathöfn um hina látnu. Hún gerði það eina sem hægt var að gera: tók utan um fólkið. Það gerði þjóðin líka.
Fréttir Innlent Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent