Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2025 21:08 Halla Gunnarsdóttir er nýr formaður VR. Vísir Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR með tæplega helming atkvæða, segist vilja hefja undirbúning fyrir gerð næstu kjarasamninga strax eftir aðalfund félagsins í lok mars. Nauðsynlegt sé að fylgja eftir loforðum stjórnvalda og stórfyrirtækja um að halda aftur af verðhækkunum og fara meitluð inn í næstu kjaraviðræður. Halla Gunnarsdóttir hlaut alls 4380 af því 9581 sem greitt var eða 45,72 prósent. Þorsteinn Skúli Sveinsson kom næstur með 1958 atkvæði eða 20,44 prósent, þar á eftir Flosi Eiríksson með 1605 atkvæði eða 16,75 prósent og svo Bjarni Þór Sigurðsson með 1225 atkvæði, 12,79 prósent. Hún segist fyrsta mál á dagskrá vera að undirbúa næstu kjarasamninga og fylgja þeim eftir sem eru í gildi. „Ég hef sagt það að strax eftir aðalfund félagsins í lok mars eigum við að hefja undirbúning fyrir næstu kjarasamninga. Við erum inni í langtímakjarasaminingum sem voru gerðir við ákveðnar aðstæður, við þurfum að fylgja þeim eftir, við þurfum að fylgja eftir þeim loforðum sem komu frá stjórnvöldum en líka þeim yfirlýsingum frá atvinnurekendum og frá stórum fyrirtækjum um að ætla að halda í sér í verðhækkunum sem við erum ekki alveg að sjá raungerast. Svo þurfum við að fara ofboðslega meitluð og tilbúin inn í næstu kjaraviðræður,“ segir hún. Ótímabært að tala um fylkingar Aðspurð segir hún það ótímabært að segja hvort hún taki sess Ragnars Þórs fráfarandi formanns við hlið Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, í því bandalagi sem þau mynduðu í aðdraganda síðustu kjarasamninga. „Það er algjörlega ótímabært að segja hvort það verði einhverjar fylkingar í aðdraganda næstu kjarasamninga. Auðvitað eiga þær oft rétt á sér, sérstaklega þegar við ætlum að reyna að ná fram stórum umbótum á hag og kjörum vinnandi fólks, þegar það þarf að byggja nýtt Breiðholt eða annað slíkt eins og er svo sem full ástæða til að gera núna, þá getur verið mikilvægt að mynda bandalög og fara saman en inn í kjaraviðræður ætla ég að fara fyrst og fremst að fara með hagsmuni VR-félaga að leiðarljósi,“ segir Halla. Verkefnin bíða Hún segist ætla að fagna í kvöld en að stór verkefni bíði strax á morgun. „Ég er búin að hafa hóp að fólki með mér í þessu. Það eru búnir að birtast gamlir vinir sem ég hef ekki séð í langan tíma, vinnufélagar, félagar mínir innan VR. Við erum búin að saman að hringja og hamast og skipuleggja og pæla. Ofboðsleg jákvæðni, ofboðslegur kraftur og ég er náttúrlega að springa úr þakklæti. Ætli maður fái ekki að dvelja aðeins í þeirri tilfinningu í kvöld og svo halda áfram á morgun,“ segir Halla Gunnarsdóttir formaður VR. Formannskjör í VR 2025 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir hlaut alls 4380 af því 9581 sem greitt var eða 45,72 prósent. Þorsteinn Skúli Sveinsson kom næstur með 1958 atkvæði eða 20,44 prósent, þar á eftir Flosi Eiríksson með 1605 atkvæði eða 16,75 prósent og svo Bjarni Þór Sigurðsson með 1225 atkvæði, 12,79 prósent. Hún segist fyrsta mál á dagskrá vera að undirbúa næstu kjarasamninga og fylgja þeim eftir sem eru í gildi. „Ég hef sagt það að strax eftir aðalfund félagsins í lok mars eigum við að hefja undirbúning fyrir næstu kjarasamninga. Við erum inni í langtímakjarasaminingum sem voru gerðir við ákveðnar aðstæður, við þurfum að fylgja þeim eftir, við þurfum að fylgja eftir þeim loforðum sem komu frá stjórnvöldum en líka þeim yfirlýsingum frá atvinnurekendum og frá stórum fyrirtækjum um að ætla að halda í sér í verðhækkunum sem við erum ekki alveg að sjá raungerast. Svo þurfum við að fara ofboðslega meitluð og tilbúin inn í næstu kjaraviðræður,“ segir hún. Ótímabært að tala um fylkingar Aðspurð segir hún það ótímabært að segja hvort hún taki sess Ragnars Þórs fráfarandi formanns við hlið Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, í því bandalagi sem þau mynduðu í aðdraganda síðustu kjarasamninga. „Það er algjörlega ótímabært að segja hvort það verði einhverjar fylkingar í aðdraganda næstu kjarasamninga. Auðvitað eiga þær oft rétt á sér, sérstaklega þegar við ætlum að reyna að ná fram stórum umbótum á hag og kjörum vinnandi fólks, þegar það þarf að byggja nýtt Breiðholt eða annað slíkt eins og er svo sem full ástæða til að gera núna, þá getur verið mikilvægt að mynda bandalög og fara saman en inn í kjaraviðræður ætla ég að fara fyrst og fremst að fara með hagsmuni VR-félaga að leiðarljósi,“ segir Halla. Verkefnin bíða Hún segist ætla að fagna í kvöld en að stór verkefni bíði strax á morgun. „Ég er búin að hafa hóp að fólki með mér í þessu. Það eru búnir að birtast gamlir vinir sem ég hef ekki séð í langan tíma, vinnufélagar, félagar mínir innan VR. Við erum búin að saman að hringja og hamast og skipuleggja og pæla. Ofboðsleg jákvæðni, ofboðslegur kraftur og ég er náttúrlega að springa úr þakklæti. Ætli maður fái ekki að dvelja aðeins í þeirri tilfinningu í kvöld og svo halda áfram á morgun,“ segir Halla Gunnarsdóttir formaður VR.
Formannskjör í VR 2025 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira