Viðskipti innlent

Fjárfestingamet

Íslendingar fjárfestu sem aldrei fyrr í sögunni í útlöndum í fyrra og jókst íslensk fjárfesting í útlöndum þá um rúm 580 prósent miðað við árið áður. Bein fjárfesting í útlöndum í fyrra nam rúmum 192 milljörðum króna samanborið við aðeins 28 milljarða árið áður. Þetta er ekki aðeins langmesta fjárfesting hingað til, heldur langmesta hástökk í íslenskri viðskiptasögu. Útlendingar hafa ekki jafn mikinn áhuga á að fjárfesta hér á landi, því fjárfesting þeirra í fyrra jókst um 12,5 hálft prósent frá fyrra ári og var aðeins 27,5 milljarður króna. Þessa aukningu má að verulegu leyti rekja til stóriðju. Íslendingar fjárfestu mest í DAnmörku, samkvæmt samantekt Seðlabankans, eða fyrir rúma 85 milljarða króna og munar þar verulega um kaup Baugs á Magasín. Næst mest var svo fjárfest í Bretlandi.  Þegar fjárfestingin er skoðuð eftir atvinnugreinum kemur í ljós að mest var fjárfest í fjármálaþjónustu, eða 60 prósent af heildarupphæðinni, og næst koma ýmsar framleiðslugreinar með tæp 20 prósent. Um síðustu áramót var bein fjármunaeign Íslendinga í útlöndum tæp 30 prósent af af vergri landsframleiðslu en til samanburuðar nam bein fjármunaeign útlendinga á Íslandi tæpum 13 prósentum. Erlendar fjárfestingar íslendinga í fyrra voru að mestu leyti fjármagnaðar með erlendri lántöku.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×