Viðey aðeins fyrir Sjálfstæðismenn 18. júlí 2005 00:01 "Þetta er lýsandi dæmi um R-listann sem er að reyna draga athyglina frá þeim ógöngum sem meirihlutinn í borginni er kominn í," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson en í morgunútvarpi Talstöðvarinnar í gær ásakaði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sjálfstæðismenn í Reykjavík um að hafa ekkert fram að færa við stjórn Reykjavíkurborgar. "Það eina sem þeir hafa sagt jákvætt eru hugmyndir um byggð í eyjunum út af Reykjavík en þær verða aldrei að veruleika fyrr en eftir sjötíu til hundrað ár og varða veruleika Reykvíkinga í dag ekki miklu. Það er merkilegt að sjá að Vilhjálmur virðist beita sér sérstaklega fyrir elítubyggð í Viðey þar sem einungis hundrað fjölskyldur eiga að búa og miðað við reynsluna af fyrri stjórn Sjálfstæðisflokksins í borginni, verða þeir útvaldir gæðingar sem fá þar að byggja enda hefur venjulegt fólk ekki efni á því. Þetta er fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er að tala fyrir, svokallað hátekjufólk. Á meðan hafa þeir ekkert um skólamáltíðir eða félagslegar íbúðir að segja," segir Össur. "Við erum búin að vinna mjög öflugt málefnastarf að undanförnu meðal annars um framtíðarbyggð í eyjunum við Reykjavík og þar á meðal Viðey sem er hluti af þessum hugmyndum. Við erum að gera ráð fyrir um þrjátíu þúsund manna byggð og erum að kynna þessar hugmyndir á fundum með fólki í borginni. Það er ekkert víst að þessi tillaga verði endanleg en orð Össurar eru útúrsnúningur um þá málefnavinnu sem við höfum unnið. R-listinn hefur það að stefnu að reyna að draga athyglina frá því gjaldþroti sem listinn er kominn í. Borgarfulltrúar listans mega ekki vera að því að vinna við að stjórna borginni þar sem þeir eru uppteknir við að tjasla saman R-listanum og svo verður það að koma í ljós hvernig það tekst, en hvort tveggja er í ólestri," segir Vilhjálmur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
"Þetta er lýsandi dæmi um R-listann sem er að reyna draga athyglina frá þeim ógöngum sem meirihlutinn í borginni er kominn í," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson en í morgunútvarpi Talstöðvarinnar í gær ásakaði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sjálfstæðismenn í Reykjavík um að hafa ekkert fram að færa við stjórn Reykjavíkurborgar. "Það eina sem þeir hafa sagt jákvætt eru hugmyndir um byggð í eyjunum út af Reykjavík en þær verða aldrei að veruleika fyrr en eftir sjötíu til hundrað ár og varða veruleika Reykvíkinga í dag ekki miklu. Það er merkilegt að sjá að Vilhjálmur virðist beita sér sérstaklega fyrir elítubyggð í Viðey þar sem einungis hundrað fjölskyldur eiga að búa og miðað við reynsluna af fyrri stjórn Sjálfstæðisflokksins í borginni, verða þeir útvaldir gæðingar sem fá þar að byggja enda hefur venjulegt fólk ekki efni á því. Þetta er fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er að tala fyrir, svokallað hátekjufólk. Á meðan hafa þeir ekkert um skólamáltíðir eða félagslegar íbúðir að segja," segir Össur. "Við erum búin að vinna mjög öflugt málefnastarf að undanförnu meðal annars um framtíðarbyggð í eyjunum við Reykjavík og þar á meðal Viðey sem er hluti af þessum hugmyndum. Við erum að gera ráð fyrir um þrjátíu þúsund manna byggð og erum að kynna þessar hugmyndir á fundum með fólki í borginni. Það er ekkert víst að þessi tillaga verði endanleg en orð Össurar eru útúrsnúningur um þá málefnavinnu sem við höfum unnið. R-listinn hefur það að stefnu að reyna að draga athyglina frá því gjaldþroti sem listinn er kominn í. Borgarfulltrúar listans mega ekki vera að því að vinna við að stjórna borginni þar sem þeir eru uppteknir við að tjasla saman R-listanum og svo verður það að koma í ljós hvernig það tekst, en hvort tveggja er í ólestri," segir Vilhjálmur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira