Innlent

Impregilo neitar öllum ásökunum

Ásakanir Alþýðusambands Íslands um að ítalska verktakafyrirtækið Impregilo greiði erlendum verkamönnum ekki laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, segir í yfirlýsingu frá Impregilo. Fyrirtækið hafi frá upphafi greitt laun samkvæmt gildandi kjarasamningum á Íslandi og kröfum verkalýðsfélaganna hafi verið fullnægt með samkomulagi félagsins við ASÍ í október síðastliðnum. Það samkomulag jafngildi kjarasamningi og frábiður Impregilo sér frekari ásakanir verkalýðsfélaganna um brot á samningum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×