Lögreglufréttir 6. janúar 2005 00:01 Kona flutt á sjúkrahús Klippa þurfti farþega úr bíl á Akureyri á hádegi í gær. Hann var fluttur á slysadeild. Samkvæmt vakthafandi lækni var hann lagður inn en er ekki alvarlega slasaður. Ökumaður fólksbíls sem hann sat í beygði í veg fyrir annan þegar hann ók af Þórunnarstræti að innkeyrslu sjúkrahússins. Ökumenn sluppu ómeiddir. Innbrot á Akureyri Brotist var inn í Vídeóborg við Hólabraut á Akureyri í fyrrinótt. Skiptimynt og annað smálegt hvarf. Lögreglan á Akureyri er með málið í rannsókn. Upp úr rásum götunnar Ekki urðu slys á fólki þegar tveir fólksbílar lentu í árekstri á Fossheiði á Selfossi. Bílarnir eru stórskemmdir. Annar þeirra rann upp úr klakaförum á Fossheiði og lenti framan á hinum sem kom úr gagnstæðri átt. Atvikið varð klukkan tuttugu mínútur í tólf í gær. Viðbúnaðarstigi aflýst Allt er komið í eðlilegt horf á Patreksfirði. Götur bæjarins hafa verið mokaðar sem og milli byggða. Öllu viðbúnaðarstigi var aflýst í gær, að sögn lögreglunnar á staðnum. Umferðaróhapp á Húsavík Minniháttar árekstur tveggja fólksbíla varð á mótum Garðarsbrautar og Þverholts á Húsavík klukkan rúmlega fimm á miðvikudag. Engin slys urðu á fólki. Mikill snjór er í bænum og háir ruðningar sem byrgir ökumönnum sýn. Lögreglan á Húsavík segir orsök árekstursins ókunna. Bílarnir séu eitthvað tjónaðir. Bíll út af við Mánarbakka Bíll rann út af við Mánarbakka norðan Húsavíkur. Ökumann sakaði ekki. Hann var einn í bílnum og kallaði til björgunarsveitina Garðar sem dró bílinn aftur upp á veg á öflugum björgunarsveitarbíl með spili. Atvikið varð rétt upp úr klukkan sjö á miðvikudagskvöldið. Valt við Bláa lónið Ökumaður missti stjórn á bifreið sem valt á Grindavíkurvegi til móts við Bláa lónið klukkan eitt í gærdag. Hann meiddist lítillega og var fluttur á slysadeild til skoðunar. Bifreiðin var færð í burtu með kranabifreið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Kona flutt á sjúkrahús Klippa þurfti farþega úr bíl á Akureyri á hádegi í gær. Hann var fluttur á slysadeild. Samkvæmt vakthafandi lækni var hann lagður inn en er ekki alvarlega slasaður. Ökumaður fólksbíls sem hann sat í beygði í veg fyrir annan þegar hann ók af Þórunnarstræti að innkeyrslu sjúkrahússins. Ökumenn sluppu ómeiddir. Innbrot á Akureyri Brotist var inn í Vídeóborg við Hólabraut á Akureyri í fyrrinótt. Skiptimynt og annað smálegt hvarf. Lögreglan á Akureyri er með málið í rannsókn. Upp úr rásum götunnar Ekki urðu slys á fólki þegar tveir fólksbílar lentu í árekstri á Fossheiði á Selfossi. Bílarnir eru stórskemmdir. Annar þeirra rann upp úr klakaförum á Fossheiði og lenti framan á hinum sem kom úr gagnstæðri átt. Atvikið varð klukkan tuttugu mínútur í tólf í gær. Viðbúnaðarstigi aflýst Allt er komið í eðlilegt horf á Patreksfirði. Götur bæjarins hafa verið mokaðar sem og milli byggða. Öllu viðbúnaðarstigi var aflýst í gær, að sögn lögreglunnar á staðnum. Umferðaróhapp á Húsavík Minniháttar árekstur tveggja fólksbíla varð á mótum Garðarsbrautar og Þverholts á Húsavík klukkan rúmlega fimm á miðvikudag. Engin slys urðu á fólki. Mikill snjór er í bænum og háir ruðningar sem byrgir ökumönnum sýn. Lögreglan á Húsavík segir orsök árekstursins ókunna. Bílarnir séu eitthvað tjónaðir. Bíll út af við Mánarbakka Bíll rann út af við Mánarbakka norðan Húsavíkur. Ökumann sakaði ekki. Hann var einn í bílnum og kallaði til björgunarsveitina Garðar sem dró bílinn aftur upp á veg á öflugum björgunarsveitarbíl með spili. Atvikið varð rétt upp úr klukkan sjö á miðvikudagskvöldið. Valt við Bláa lónið Ökumaður missti stjórn á bifreið sem valt á Grindavíkurvegi til móts við Bláa lónið klukkan eitt í gærdag. Hann meiddist lítillega og var fluttur á slysadeild til skoðunar. Bifreiðin var færð í burtu með kranabifreið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira