Lazio sigraði Roma
Lazio sigraði Roma í síðasta leik dagsins í ítalska boltanum í miklum hitaleik á Stadio Olimpico. Paolo Di Canio kom Lazio yfir með laglegu marki á 29. mínútu, en Antonio Cassano jafnaði tuttugu mínútum fyrir leikslok. Rodriguez Aparecido Cesar kom Lazio aftur yfir á 74. mínútu og Tommaso Rocchi innsiglaði sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok. Leikurinn var mjög grófur á köflum og mikill hiti í leikmönnum og þurfti dómari leiksins, Paolo Dondarini, að lyfta gula kortinu tíu sinnum.