Börnin krefjast 22 milljóna 6. janúar 2005 00:01 Hákon Eydal játaði fyrir dómi í morgun að hafa banað Sri Rhamawati, barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu. Börn hennar krefja hann um tæplega tuttugu og tvær milljónir króna í bætur. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hákoni er gefið að sök að hafa 4. júlí síðastliðinn veist að Sri á heimili sínu við Stórholt í Reykjavík með kúbeini og slegið hana með því fjórum sinnum í höfuðið svo lífshættulegir höfuðáverkar hlutust af, og að hafa í þrígang vafið taubelti um háls hennar og þrengt að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. Þetta telst varða við 211. grein hegningarlaga þar sem viðurlögin eru allt að ævilangt fangelsi en ekki skemmra en fimm ár. Fyrir dómi í morgun játið Hákon að hafa banað Sri en sagðist ekki viss um hvort hann hefði slegið hana fjórum sinnum í höfuðið eða sjaldnar, né hversu oft hann hefði þrengt belti um háls hennar. Börn Sri krefjast skaðabóta, samanlagt tæplega 22 milljóna króna. Hákon sagðist ekki gera athugasemdir við þær kröfur. Milliþinghald verður í málinu 20. janúar þar sem meðal annars verður fjallað um mat á geðheilbrigði Hákonar. Hann er talinn sakhæfur og ekki ósáttur við það, hins vegar séu nokkur atriði í matinu sem hann er ekki sáttur við. Þingfesting málsins í morgun dróst um hálfa klukkustund og var Hákon í fylgd lögreglumanns sem og fangavarða. Skýringin á fylgdinni og seinkuninni er sú að Hákon mun hafa verið ósáttur við að fara í Héraðsdóm og varð nokkuð þref um það áður en lagt var af stað. Í öryggisskyni var því ákveðið að lögreglumaður fylgdi honum einnig. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Hákon Eydal játaði fyrir dómi í morgun að hafa banað Sri Rhamawati, barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu. Börn hennar krefja hann um tæplega tuttugu og tvær milljónir króna í bætur. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hákoni er gefið að sök að hafa 4. júlí síðastliðinn veist að Sri á heimili sínu við Stórholt í Reykjavík með kúbeini og slegið hana með því fjórum sinnum í höfuðið svo lífshættulegir höfuðáverkar hlutust af, og að hafa í þrígang vafið taubelti um háls hennar og þrengt að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. Þetta telst varða við 211. grein hegningarlaga þar sem viðurlögin eru allt að ævilangt fangelsi en ekki skemmra en fimm ár. Fyrir dómi í morgun játið Hákon að hafa banað Sri en sagðist ekki viss um hvort hann hefði slegið hana fjórum sinnum í höfuðið eða sjaldnar, né hversu oft hann hefði þrengt belti um háls hennar. Börn Sri krefjast skaðabóta, samanlagt tæplega 22 milljóna króna. Hákon sagðist ekki gera athugasemdir við þær kröfur. Milliþinghald verður í málinu 20. janúar þar sem meðal annars verður fjallað um mat á geðheilbrigði Hákonar. Hann er talinn sakhæfur og ekki ósáttur við það, hins vegar séu nokkur atriði í matinu sem hann er ekki sáttur við. Þingfesting málsins í morgun dróst um hálfa klukkustund og var Hákon í fylgd lögreglumanns sem og fangavarða. Skýringin á fylgdinni og seinkuninni er sú að Hákon mun hafa verið ósáttur við að fara í Héraðsdóm og varð nokkuð þref um það áður en lagt var af stað. Í öryggisskyni var því ákveðið að lögreglumaður fylgdi honum einnig.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira