Vill ekki flugvöll á Löngusker 19. ágúst 2005 00:01 "Þeir hugsa nú bara um sjálfa sig þessir kappar og hugsa ekki um aðra," segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, og líst ekkert á hugmyndir um byggingu nýs flugvallar á Lönguskerjum sem borgaryfirvöld hafa rætt um við fulltrúa FL Group og dótturfélags þess, Flugfélags Íslands. "Þetta verður rándýrt en allt sem viðkemur Reykjavík og R-listanum er þannig að peningar skipta ekki máli. Það skiptir ekki máli hvort það sé milljarður eða tíu eða hundrað, það er talað um þetta eins og þetta séu karamellur," segir Gunnar. Yrði flugvöllur reistur á Lönguskerjum yrði það væntanlega til að höfnin í Kópavogi yrði innlyksa. Það líst Gunnari ekki á og segir að bætur þyrftu að koma í staðinn. "Þeir myndu sjálfsagt fara létt með að borga þær. Þá munar væntanlega ekkert um að slengja út einum eða tveimur milljörðum." "Mér finnst þetta afskaplega gleðilegt því ég setti hugmyndir fram um flugvöll á landfyllingu á Lönguskerjum árið 1974," segir Trausti Valsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, um viðræðurnar. "Þarna eru mikil sker sem eru um tveggja kílómetra löng eða álíka og flugbraut. Það er sáralítið sem þyrfti að fylla upp í þá flugbraut sem myndi liggja algjörlega í stefnu fjarðarins og aðflugið væri utan frá sjó. Svo yrði hin flugbrautin í áttina frá Fossvogi og þá í sjó líka. Svo má nefna að þar sem flugvöllurinn yrði á landfyllingu úti á sjó þá yrði hávaðasvæði og öryggissvæðið yfir sjónum þannig að hávaðamengun yrði lítil sem engin," segir Trausti. Hann segir að honum þyki ljóst að kostnaður við slíkan flugvöll yrði langt um minni en það verð sem fengist fyrir landsvæðið þar sem núverandi flugvöllur er. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
"Þeir hugsa nú bara um sjálfa sig þessir kappar og hugsa ekki um aðra," segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, og líst ekkert á hugmyndir um byggingu nýs flugvallar á Lönguskerjum sem borgaryfirvöld hafa rætt um við fulltrúa FL Group og dótturfélags þess, Flugfélags Íslands. "Þetta verður rándýrt en allt sem viðkemur Reykjavík og R-listanum er þannig að peningar skipta ekki máli. Það skiptir ekki máli hvort það sé milljarður eða tíu eða hundrað, það er talað um þetta eins og þetta séu karamellur," segir Gunnar. Yrði flugvöllur reistur á Lönguskerjum yrði það væntanlega til að höfnin í Kópavogi yrði innlyksa. Það líst Gunnari ekki á og segir að bætur þyrftu að koma í staðinn. "Þeir myndu sjálfsagt fara létt með að borga þær. Þá munar væntanlega ekkert um að slengja út einum eða tveimur milljörðum." "Mér finnst þetta afskaplega gleðilegt því ég setti hugmyndir fram um flugvöll á landfyllingu á Lönguskerjum árið 1974," segir Trausti Valsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, um viðræðurnar. "Þarna eru mikil sker sem eru um tveggja kílómetra löng eða álíka og flugbraut. Það er sáralítið sem þyrfti að fylla upp í þá flugbraut sem myndi liggja algjörlega í stefnu fjarðarins og aðflugið væri utan frá sjó. Svo yrði hin flugbrautin í áttina frá Fossvogi og þá í sjó líka. Svo má nefna að þar sem flugvöllurinn yrði á landfyllingu úti á sjó þá yrði hávaðasvæði og öryggissvæðið yfir sjónum þannig að hávaðamengun yrði lítil sem engin," segir Trausti. Hann segir að honum þyki ljóst að kostnaður við slíkan flugvöll yrði langt um minni en það verð sem fengist fyrir landsvæðið þar sem núverandi flugvöllur er.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira