Hagnaður aukist um 50 prósent 20. maí 2005 00:01 Stjórnendur lyfjafyrirtækisins Actavis búast við að hagnaður fyrirtækisins aukist um allt að 50 prósent á næsta ári eftir kaupin á bandaríska samheitalyfjafyrirtækinu Amide. Kaupverðið nemur um 34 milljörðum íslenskra króna og er um stærstu fjárfestingu fyrirtækisins að ræða frá upphafi. Með kaupum á Amide nær Actavis fótfestu í Bandaríkjunum sem er gríðarlega mikilvægur markaður að komast inn á en þar fer fram helmingur allrar lyfjasölu í heiminum. Actavis mun fjármagna kaupin með eigin hlutabréfum, með útgáfu nýrra hluta og sambankaláni sem jafnframt verður notað til að endurfjármagna eldri skuldir félagsins. Sigurður Óli Ólafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar hjá Actavis, er ánægður með kaupin. Hann segir fyrirtækið með álitlega veltu og hagnaður þess sé mjög góður. Sameiginleg fyrirtæki Actavis og Amide muni vaxa í framtíðinni á heimsvísu. Sigurður segir að stefnan sé að taka Amide inn í Actavis, en fyrirtækið sé með 67 lyf á markaði. Stjórnendur Actavis sjái einnig möguleika á því að fara með þau lyf sem seld hafi verið í Evrópu inn á Bandaríkjamarkað og markaðssetja þau í gegnum Amide. Þá sé einnig sá möguleiki að fara með lyf Amide inn á Evrópamarkað. Sameinað félag Actavis og Amide verður með yfir 500 lyf á markaði. Þá eru 136 lyf í þróun og skráningum og er þess vænst að félögin leggi sameiginlega inn að minnsta kosti 15 markaðsleyfaumsóknir í Bandaríkjunum á þessu ári. Í ársuppgjörstilkynningu frá Actavis segir að fyrsti ársfjórðungur þessa árs verði sá slakasti á árinu. Flest þeirra nýju lyfja sem sett verða á markað fara á þriðja ársfjórðungi og þar af leiðandi verða aðrir fjórðungar tekjuhærri. Stjórnendur Actavis gera ráð fyrir að sameiningin stuðli að því að hagnaður fyrir skatta aukist um allt að 50 prósent þegar á næsta ári og að hagnaður á hlut aukist um 30-35 prósent. Velta samanlagðs félags Actavis og Amide var 44 milljarðar íslenskra króna árið 2004 og var hagnaður fyrir skatta tæpir 10 milljarðar króna. Innlent Viðskipti Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Stjórnendur lyfjafyrirtækisins Actavis búast við að hagnaður fyrirtækisins aukist um allt að 50 prósent á næsta ári eftir kaupin á bandaríska samheitalyfjafyrirtækinu Amide. Kaupverðið nemur um 34 milljörðum íslenskra króna og er um stærstu fjárfestingu fyrirtækisins að ræða frá upphafi. Með kaupum á Amide nær Actavis fótfestu í Bandaríkjunum sem er gríðarlega mikilvægur markaður að komast inn á en þar fer fram helmingur allrar lyfjasölu í heiminum. Actavis mun fjármagna kaupin með eigin hlutabréfum, með útgáfu nýrra hluta og sambankaláni sem jafnframt verður notað til að endurfjármagna eldri skuldir félagsins. Sigurður Óli Ólafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar hjá Actavis, er ánægður með kaupin. Hann segir fyrirtækið með álitlega veltu og hagnaður þess sé mjög góður. Sameiginleg fyrirtæki Actavis og Amide muni vaxa í framtíðinni á heimsvísu. Sigurður segir að stefnan sé að taka Amide inn í Actavis, en fyrirtækið sé með 67 lyf á markaði. Stjórnendur Actavis sjái einnig möguleika á því að fara með þau lyf sem seld hafi verið í Evrópu inn á Bandaríkjamarkað og markaðssetja þau í gegnum Amide. Þá sé einnig sá möguleiki að fara með lyf Amide inn á Evrópamarkað. Sameinað félag Actavis og Amide verður með yfir 500 lyf á markaði. Þá eru 136 lyf í þróun og skráningum og er þess vænst að félögin leggi sameiginlega inn að minnsta kosti 15 markaðsleyfaumsóknir í Bandaríkjunum á þessu ári. Í ársuppgjörstilkynningu frá Actavis segir að fyrsti ársfjórðungur þessa árs verði sá slakasti á árinu. Flest þeirra nýju lyfja sem sett verða á markað fara á þriðja ársfjórðungi og þar af leiðandi verða aðrir fjórðungar tekjuhærri. Stjórnendur Actavis gera ráð fyrir að sameiningin stuðli að því að hagnaður fyrir skatta aukist um allt að 50 prósent þegar á næsta ári og að hagnaður á hlut aukist um 30-35 prósent. Velta samanlagðs félags Actavis og Amide var 44 milljarðar íslenskra króna árið 2004 og var hagnaður fyrir skatta tæpir 10 milljarðar króna.
Innlent Viðskipti Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira