Erlent

37 látnir eftir flugslys í Perú

Að minnsta kosti 37 létu lífið þegar farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 brotlenti í frumskógi í Perú í gærkvöld. Þá slösuðust 57 manns í slysinu að sögn José Ortiz, samgönguráðherra Perú. Alls voru 100 farþegar um borð í vél flugfélagsins Tans auk átta manna áhafnar. Slysið varð skammt frá bænum Pucallpa en óveður skall á skömmu áður en flugvélin átti að lenda. Flugslys hafa verið tíð að undanförnu í heiminum en þetta er fimmta farþegavélin sem brotlendir í ágústmánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×