Innlent

Vakta staði vegna hættu á eitrun

Hafin er vöktun á nokkrum stöðum við landið vegna svifþörunga sem geta valdið skelfiskseitrun. Vinsældir skelfisks hafa farið vaxandi á undanförunum árum og er hann ræktaður á nokkrum stöðum. Eins er algengt að fólk tíni sér krækling til matar í fjöru en það getur verið hættulegt. Ef fjöldi eitraðra svifþörunga fer yfir tiltekin viðmiðunarmörk á mælingarsvæði verður varað við því á síðu Hafrannsóknarstofnunarinnar, hafro.is. Ekkert aukabragð finnst að eitruðum skelfiski og eitrunin hverfur ekki við eldun. Afleiðingar eitrunar geta meðal annars verið uppköst, niðurgangur, öndunarörðuleikar, lömun, minnisleysi og jafnvel dauði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×