Menning

Sólblómaolía gegn sýkingum

Breskir læknar segja það ódýra og einfalda lausn gegn sýkingum að nudda ungbörn með sólblómaolíu. Húð fyrirbura er sérstaklega viðkvæm fyrir sýkingum þar sem hún er ekki fullmótuð, en nýleg rannsókn í Bretlandi sýndi að ef sólblómaolía væri borin á húð þeirra daglega styrktust varnir hennar til muna. Læknar telja þetta sérstaklega góðar fréttir fyrir þróunarríkin, en um 13 milljónir barna fæðast fyrir tímann um allan heim, mörg þeirra í þróunarríkjunum. Sýkingar hjá börnum í þessum löndum eru stórt vandamál og er dánartíðni ungbarna há. Á meðan á rannsókninni stóð var sólblómaolía borin á fyrirburabörnin þrisvar á dag í 14 daga og svo tvisvar á dag þar til börnin voru útskrifuð af spítalanum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.