Innlent

Fagleg ráðning fréttastjóra

Stjórn Félags fréttamanna hefur sent útvarpsstjóra bréf í kjölfar þess að Auðun Georg Ólafsson hlaut fjögur atkvæði sjálfstæðis- og framsóknarmanna í útvarpsráði í morgun þegar fjallað var um umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarps. Í bréfinu hvetur stjórnin útvarpsstjóra til þess að láta fagleg sjónarmið ráða vali á nýjum fréttastjóra Útvarps. Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, mælti með fimm umsækjendum og segir stjórn Félags fréttamanna útvarpsráð hafa í morgun virt þau meðmæli að vettugi. Umsækjendurnir fimm eru, eða hafa verið, í Félagi fréttamanna og hafa unnið um árabil hjá Ríkisútvarpinu en það gerir Auðun Georg ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×