Man Utd úr leik

Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu en liðið tapaði í kvöld gegn AC Milan, 1-0, á Stadio Giuseppe Meazza og 2-0 samanlagt úr leikjunum tveimur. Það var Argentínumaðurinn Hernan Crespo sem skoraði sigurmarkið, eins og í fyrri leiknum, á 62. mínútu.