Kaupa meirihluta í ilmvatnssala 6. júlí 2005 00:01 L&H Group, móðurfélag Lyfja og heilsu, hefur ásamt samstarfsaðilum keypt ríflega 70 prósenta hlut í breska fyrirtækinu Per-Scent Group sem sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu ilmvatns. Kaupverðið er 42 milljónir punda eða tæpir fimm milljarðar króna. Við kaupin tvöfaldast velta samstæðunar og er hún áætluð tólf milljarðar króna. Hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir og fjármagnsliði nemur um 900 milljónum króna. Karl Wernersson, stjórnarformaður fyrirtækisins segir að með þessum kaupum muni meirihluti tekna og hagnaðar fyrirtækisins koma af erlendri starfsemi. Hann segir kaupin lið í markmiðum L&H við að byggja upp alþjóðlegt markaðs- og sölufyrirtæki á sviði heilsu, heilsuvara og munaðar- og snyrtivöru. "Þetta er vel rekið og arðbært félag með mikla vaxtarmöguleika, hagstætt kaupverð auk verulegrar áhættudreifingar," segir Karl. Hann bætir því við að félagið falli að skilgreindum markmiðum samsteypunnar. Karl leggur áherslu á áhættudreifingu með tilkomu ilvatnssölunnar, en megin starfsemin hefur verið rekstur lyfjabúða sem er háður stjórnvaldsaðgerðum og því sveiflukenndur. Hann vill ekki gefa upp samstarfsaðilana, en móðurfélag L&H, Leiftri, er hluthafi í Icelandkeðjunni ásamt Pálma Haraldssyni og Baugi. Per-Scent er með höfðustöðvar í Manchester og munu núverandi stjórnendur félagsins sitja áfram við stjórnvölinn. Karl segir fyrirtækið hafa gott net viðskiptamanna og ætlunin sé að nýta það vel og efla frekar og hugsanlega nýta fyrir annan rekstur Lyfja og heilsu. Hann segir að hugurinn standi til frekari sóknar og stefnt sé að því að sækja fram á nýjum mörkuðum. Leiftri er í eigu sömu aðila og Milestone sem er næst stærsti hluthafi í Íslandsbanka og stærsti eigandi Sjóvár, auk eignarhlutar í Actavis. Milestone mun sinna innlendum eignum, en Leiftri er fjárfestingarfélag sem hyggur á frekari fjárfestingar í heilsutengdri sölustarfsemi á erlendum mörkuðum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
L&H Group, móðurfélag Lyfja og heilsu, hefur ásamt samstarfsaðilum keypt ríflega 70 prósenta hlut í breska fyrirtækinu Per-Scent Group sem sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu ilmvatns. Kaupverðið er 42 milljónir punda eða tæpir fimm milljarðar króna. Við kaupin tvöfaldast velta samstæðunar og er hún áætluð tólf milljarðar króna. Hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir og fjármagnsliði nemur um 900 milljónum króna. Karl Wernersson, stjórnarformaður fyrirtækisins segir að með þessum kaupum muni meirihluti tekna og hagnaðar fyrirtækisins koma af erlendri starfsemi. Hann segir kaupin lið í markmiðum L&H við að byggja upp alþjóðlegt markaðs- og sölufyrirtæki á sviði heilsu, heilsuvara og munaðar- og snyrtivöru. "Þetta er vel rekið og arðbært félag með mikla vaxtarmöguleika, hagstætt kaupverð auk verulegrar áhættudreifingar," segir Karl. Hann bætir því við að félagið falli að skilgreindum markmiðum samsteypunnar. Karl leggur áherslu á áhættudreifingu með tilkomu ilvatnssölunnar, en megin starfsemin hefur verið rekstur lyfjabúða sem er háður stjórnvaldsaðgerðum og því sveiflukenndur. Hann vill ekki gefa upp samstarfsaðilana, en móðurfélag L&H, Leiftri, er hluthafi í Icelandkeðjunni ásamt Pálma Haraldssyni og Baugi. Per-Scent er með höfðustöðvar í Manchester og munu núverandi stjórnendur félagsins sitja áfram við stjórnvölinn. Karl segir fyrirtækið hafa gott net viðskiptamanna og ætlunin sé að nýta það vel og efla frekar og hugsanlega nýta fyrir annan rekstur Lyfja og heilsu. Hann segir að hugurinn standi til frekari sóknar og stefnt sé að því að sækja fram á nýjum mörkuðum. Leiftri er í eigu sömu aðila og Milestone sem er næst stærsti hluthafi í Íslandsbanka og stærsti eigandi Sjóvár, auk eignarhlutar í Actavis. Milestone mun sinna innlendum eignum, en Leiftri er fjárfestingarfélag sem hyggur á frekari fjárfestingar í heilsutengdri sölustarfsemi á erlendum mörkuðum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira