Heimabankaþjófur aðeins milliliður 7. desember 2005 12:09 MYND/Pjetur Maður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um þjófnað úr heimabanka. Hann mun þó aðeins vera milligöngumaður. Bankar og sparisjóðir hvetja fólk til þess að vera á varðbergi gagnvart þjófnaði sem þessum. Maðurinn var handtekinn í fyrrakvöld eftir að banki hafði gert lögreglu viðvart um að farið hefði verið inn á reikning eins af viðskiptavinum hans og fé millifært þaðan. Hann var svo úrskurðaður í vikugæsluvarðhald í gær. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, er maðurinn aðeins milliliður. Hann hafi brotist inn í heimabanka og millifært fé til þriðja aðila. Ómar segir rannsókn standa yfir á því hver sá aðili sé. Fjögur þjófnaðarmál úr heimabönkum hafa komið til kasta lögreglu frá því í sumar og segir Ómar rannsókn á þeim öllum standa yfir. Hann segir manninn sem situr í varðhaldi þó aðeins tengjast einu máli að því að hann best viti og að ekkert málanna sé eins. Verið sé að afla sönnunagagna í þeim en enginn annar hafi verið handtekinn vegna þeirra. Ómar segir málið merki um breytt mynstur afbrota í heiminum en mál sem þessi séu vel þekkt í öðrum löndum. Hann biður fólk að vera á varðbergi og gera bönkum viðvart ef grunur vakni um óútskýrðar millifærslur. Forráðamenn banka og sparisjóða funduðu vegna málsins í morgun og segri Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, að þar hafi verið farið yfir öryggismál bankanna. Guðjón segir að gripið verði til aðgerða. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hafi verið að vinna að leiðbeiningarlista fyrir viðskiptavini banka og sparisjóða sem varði það hvernig fólk tryggi sem best öryggi í sinni einkatölvu með vírusvörnum og öðru slíku. Guðjón segir að þetta hafi verið unnið í samstarfi við Friðrik J. Skúlason, einn helsta sérfræðing landsins í þessum málum. Listinn verði settur inn á heimasíðu SPV í dag og hann muni mælast til þess við banka og sparisjóði að þeir geri slíkt hið sama þannig að fólk geti farið vel yfir hann. Guðjón leggur þó áherslu á að ekki hafi verið brotist inn í tölvukerfi bankanna heldur einkatölvur fólks og lykilorðum og notendanöfnum stolið þannig. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Maður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um þjófnað úr heimabanka. Hann mun þó aðeins vera milligöngumaður. Bankar og sparisjóðir hvetja fólk til þess að vera á varðbergi gagnvart þjófnaði sem þessum. Maðurinn var handtekinn í fyrrakvöld eftir að banki hafði gert lögreglu viðvart um að farið hefði verið inn á reikning eins af viðskiptavinum hans og fé millifært þaðan. Hann var svo úrskurðaður í vikugæsluvarðhald í gær. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, er maðurinn aðeins milliliður. Hann hafi brotist inn í heimabanka og millifært fé til þriðja aðila. Ómar segir rannsókn standa yfir á því hver sá aðili sé. Fjögur þjófnaðarmál úr heimabönkum hafa komið til kasta lögreglu frá því í sumar og segir Ómar rannsókn á þeim öllum standa yfir. Hann segir manninn sem situr í varðhaldi þó aðeins tengjast einu máli að því að hann best viti og að ekkert málanna sé eins. Verið sé að afla sönnunagagna í þeim en enginn annar hafi verið handtekinn vegna þeirra. Ómar segir málið merki um breytt mynstur afbrota í heiminum en mál sem þessi séu vel þekkt í öðrum löndum. Hann biður fólk að vera á varðbergi og gera bönkum viðvart ef grunur vakni um óútskýrðar millifærslur. Forráðamenn banka og sparisjóða funduðu vegna málsins í morgun og segri Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, að þar hafi verið farið yfir öryggismál bankanna. Guðjón segir að gripið verði til aðgerða. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hafi verið að vinna að leiðbeiningarlista fyrir viðskiptavini banka og sparisjóða sem varði það hvernig fólk tryggi sem best öryggi í sinni einkatölvu með vírusvörnum og öðru slíku. Guðjón segir að þetta hafi verið unnið í samstarfi við Friðrik J. Skúlason, einn helsta sérfræðing landsins í þessum málum. Listinn verði settur inn á heimasíðu SPV í dag og hann muni mælast til þess við banka og sparisjóði að þeir geri slíkt hið sama þannig að fólk geti farið vel yfir hann. Guðjón leggur þó áherslu á að ekki hafi verið brotist inn í tölvukerfi bankanna heldur einkatölvur fólks og lykilorðum og notendanöfnum stolið þannig.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira