Lífið

Húsfyllir í Háskólabíói og hálf þriðja milljón

Tæplega tvær komma fimm milljónir króna söfnuðust á tónleikum sem efnt var til í Háskólabíói í dag til styrktar SKB, Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Húsfyllir var á tónleikunum en allir listamenn gáfu vinnu sína nú sem fyrr.

Það er orðinn árviss viðburður að framvarðasveit íslenskrar

popptónlistar komi saman við áramót í Háskólabíói við Hagatorg og

stilli saman strengi til styrktar SKB. Árið í ár var dagskráin

stórglæsileg sem og upphæðin sem safnaðist, 2.425.000 söfnuðust og var ávísun með upphæðinni afhent í lok tónleikanna. Það var allur aðgangseyrir sem kom inn í miðasöluna.

Aðstandendur tónleikanna vilja að gefnu tilefni láta það koma fram að á tónleikunum nú sem og í gegnum tíðina hefur komið fram rjómi þekktustu tónlistarmanna landsins á hverjum tíma og hafa allir þeir sem komið hafa að tónleikunum gefið vinnu sína til fulls. Háskólabíó hefur lánað húsnæðið endurgjaldslaust. Um leið hafa allir tæknimenn og aðrir starfsmenn tónleikanna gefið vinnu sína. Öll fyrirtæki sem að verkefninu hafa

komið hafa líka gefið alla sína vinnu og tæki sem þarf til tónleikahaldsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.