Erlent

Lækkuð í tign vegna pyntinganna

Janet Karpinski, yfirmaður herfangelsisins í Abu Ghraib, er fyrst yfirmaðurinn í Bandaríkjaher sem er refsað fyrir framgöngu hermanna þar. Í gærkvöldi lækkaði George Bush Bandaríkjaforseti hana í tign: hún var hershöfðingi en er nú ofursti. Bandaríkjaþing þarf þó að samþykkja þetta. Við þetta bætast upplýsingar frá Bandaríkjaher þess efnis að þrír hershöfðingjar, sem voru æðri Karpinski, sleppi við refsingar og áminningar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×