Menning

Skanni les hugsanir

Vísindamenn hafa komist að því að með einfaldri heilaskönnun er hægt að lesa hugsanir fólks. Vísindamenn bæði í Bretlandi og Japan hafa komist að því að hægt er að lesa hugsanir fólks með einfaldri heilaskönnun. Hjá nokkrum sjálfboðaliðum var fylgst með þeim hluta heilans sem tekur á móti upplýsingum frá augunum á meðan þeir horfðu á ólíka hluti á tölvuskjá. Vísindamennirnir gátu lesið í niðurstöður heilaskönnunarinnar og vitað hvað fólkið hafði séð á skjánum. Þegar tvær myndir voru látnar birtast mjög hratt hvor á eftir annarri gátu sjálfboðaliðarnir aðeins greint þá seinni en vísindamennirnir sáu augljós merki þess að heilinn greindi einnig þá fyrri. Svipaðar rannsóknir voru gerðar í Japan og fengust sömu niðurstöður en vísindamennirnir telja þetta fyrsta skrefið í að geta lesið hugsanir fólks og jafnvel fundið bældar minningar eða séð hvað fólk óttast. Þeir telja þó langt í að það verði hægt en eru að vonum spenntir yfir þessari nýju uppgötvun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×