Innlent

Opinberuðu eignir og tengsl

Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur birt opinberlega upplýsingar um fjárhag, eignir, hagsmuni og tengsl þingmanna flokksins í samræmi við reglur sem þingflokkurinn hefur sett sér. Þar kom fram að sjö þingmanna flokksins eiga hlutabréf í fyrirtækjum og fjórir þeirra að auki stofnfjáreign í kaupfélögum. Þingmenn Framsóknarflokks verða hér eftir að upplýsa, ekki síðar en 1. apríl ár hvert, um hlutabréf og stofnfjáreignir sínar, fasteignir aðrar en eigið íbúðarhúsnæði, sjálfstæða atvinnustarfsemi og aukastörf utan þings auk þess sem greina á frá boðsferðum og gjöfum að verðmæti meira en 20 þúsund krónur. Upplýsingarnar hafa verið birtar á vef Framsóknarflokksins og að auki fór þingflokkur flokksins fram á að upplýsingarnar yrðu birtar á vef Alþingis. Jónína Bjartmarz, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði best að setja reglurnar eins og þingflokkurinn samþykkti þær til að ná fram markmiði sýnu um gegnsæi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×