Erlent

Handtók 200 manns vegna árása

Lögregla í Egyptalandi hefur tekið 200 manns til yfirheyrslu í tengslum við tvær árásir á ferðamenn í höfuðborginni Kaíró í gær. Fólkinu var safnað saman í verkamannahéraði skammt norður af Kaíró, en þar bjuggu maður og tvær konur sem gerðu árásirnar tvær í gær. Maðurinn sprengdi sig í loft upp nærri þjóðminjasafninu í Kaíró með þeim afleiðingum að þrír Egyptar og fjórir erlendir ferðamenn slösuðust. Konurnar tvær, sem voru eiginkona og systir sjálfsmorðsárásarmannsins, skutu hins vegar á rútu með ferðamönnum í borginni án þess að særa nokkurn en önnur þeirra skaut síðan hina og svipti sig svo lífi. Lögregla telur að þremenningarnir tilheyri hópi sem stóð fyrir árás á ferðamenn í Kaíró 7. apríl síðastliðinn en þar létust þrír.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×