Innlent

Ríkisendurskoðandi krafinn svara

Forystumenn stjórnarandstöðunnar voru að ljúka fundi þar sem rædd voru viðbrögð við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um að forsætisráðherra hafi verið hæfur til að koma að einkavæðingu ríkisbankanna þrátt fyrir tengsl sín við fyrirtækið Skinney Þinganes. Til greina kemur að stjórnarandstaðan sammælist um að kalla eftir sérstöku lögfræðiáliti í málinu. Málið var ekki rætt í fjárlaganefnd í dag en sérstakur fundur verður í nefndinni á fimmtudag þar sem minnisblað Ríkisendurskoðunar verður til umfjöllunar. Ákveðið var á fundi stjórnarandstöðunnar að spyrja Ríkisendurskoðanda ýmissa spurninga sem enn væri ósvarað á fundi nefndarinnar á fimmtudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×