Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2024 14:12 Ísraelar hafa varpað þó nokkrum sprengjum á Beirút í dag. Getty/Houssam Shbaro Ísraelski herinn tilkynnti í dag umfangsmiklar loftárásir í Beirút, höfuðborg Líbanon. Þær voru tilkynntar skömmu áður en Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, mun funda með ráðherrum sínum um mögulegt vopnahlé milli Ísraela og Hezbollah-samtakanna. Fjölmiðlar í Ísrael segja líklegt að vopnahléstillaga sem liggur fyrir verði samþykkt. Times of Israel sagði frá því að ísraelski herinn hefði varað íbúa um tuttugu bygginga í úthverfi í sunnanverðri Beirút, þar sem ítök Hezbollah hafa verið mikil í gegnum tíðina. Ísraelski herinn sagði svo í kjölfarið að árásir hefðu verið gerðar með átta orrustuþotum á sjö byggingar þar sem vígamenn Hezbollah eiga að hafa geymt og sýslað með peninga. Þrettán hús sem sprengjum var einnig varpað á eiga að hafa verið notuð sem vopnageymslur, stjórnstöðvar og annað. Herinn birti meðfylgjandi drónamyndband af árásunum í dag. Myndbandið sýnir hvernig sprengjum var varpað á tuttugu skotmörk á um tveimur mínútum. Í stuttu og einföldu máli sagt snýr tillagan að því að Ísraelar hörfi frá suðurhluta Líbanon og að vígamenn Hezbollah geri það einnig á allt að sextíu dögum. Sá hluti landsins er markaður af Litaniá. Sjá einnig: Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ísraelar hafa lengi kvartað yfir því að ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006, sem meinaði vígamönnum Hezbollah eða öðrum vígamönnum að halda til suður af Litaniá í Líbanon, hafi ekki verið framfylgt. Eingöngu líbanski herinn og friðargæsluliðar áttu að mega vera á svæðinu samkvæmt ályktuninni en meðlimir Hezbollah hafa lengi byggt göng og neðanjarðarbyrgi á svæðinu og hafa skotið eldflaugum að Ísrael þaðan. Í suðurhluta Líbanon eru ísraelskir hermenn nú komnir að Litaniá og er það í fyrsta sinn, síðan hermenn réðust fyrst inn í Líbanon fyrr í haust. The IDF's 91st Division has reached the Litani River in the eastern sector of southern Lebanon, as well as the Wadi Saluki area, where the military says troops located dozens of Hezbollah weapons and sites.In Wadi Saluki, troops of the Commando Brigade raided several Hezbollah… pic.twitter.com/btQ7goBPbS— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) November 26, 2024 Varnarmálaráðherra hótar árásum Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hét því í dag að verði vopnahlé samþykkt muni Ísraelar ekki veigra sér við því að grípa til aðgerða, verði þeir varir við Hezbollah-liða suður af Litaniá. Þetta sagði hann við erindreka Sameinuðu þjóðanna. Katz sagði að hvert hús sem hýsti hryðjuverkamenn yrði jafnað við jörðu og loftárásir yrðu gerðar á Hezbollah-liða á svæðinu. Hann sagði að Ísraelar myndu hafa enga þolinmæði fyrir brotum gegn vopnahléinu. Þá krafðist hann frekari aðgerða friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, sem kallast UNIFIL. Þeir hefðu engan veginn komið í veg fyrir að Hezbollah-liðar starfi í suðurhluta Líbanon. Forsvarsmenn UNIFIL segja þá ekki eiga að koma í veg fyrir Það sé verkefni hersins að gera það. Her Líbanon er hins vegar langt frá því að vera jafn öflugur og Hezbollah-samtökin. Þúsundir liggja í valnum og rúm milljón á vergangi Ísraelar og Hezbollah, sem njóta stuðnings klerkastjórnar Íran, hafa lengi eldað grátt silfur saman. Átökin þeirra á milli náðu nýjum hæðum þegar Hezbollah-liðar hófu eldflaugaárásir sínar á Ísrael þann 8. október, eftir að Ísraelar hófu árásir á Gasaströndina. Um sextíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín vegna þessara árása. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar og mannskæðar loftárásir í Líbanon og gerðu innrás í ríkið fyrr í haust, með því yfirlýsta markmiði að reka Hezbollah-liða frá suðurhluta Líbanon. Að minnsta kosti 3.500 manns liggja í valnum eftir árásir Ísraela í Líbanon, samkvæmt yfirvöldum þar, og rúm milljón manna hafa þurft að flýja heimili sín. Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjö særðust í umfangsmikilli árás Hezbollah á Ísrael í gær en samtökin eru talin hafa skotið um 250 eldflaugum og drónum yfir landamærin. Sumar eldflauganna náðu til Tel Aviv. 25. nóvember 2024 07:08 Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Umfangsmikil loftárás Ísraela í Beirút í Líbanon í nótt jafnaði fjölbýlishús við jörðu. Að minnsta kosti ellefu eru látnir og rúmlega tuttugu særðir en talið er að báðar tölur muni hækka. 23. nóvember 2024 08:34 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Fjölmiðlar í Ísrael segja líklegt að vopnahléstillaga sem liggur fyrir verði samþykkt. Times of Israel sagði frá því að ísraelski herinn hefði varað íbúa um tuttugu bygginga í úthverfi í sunnanverðri Beirút, þar sem ítök Hezbollah hafa verið mikil í gegnum tíðina. Ísraelski herinn sagði svo í kjölfarið að árásir hefðu verið gerðar með átta orrustuþotum á sjö byggingar þar sem vígamenn Hezbollah eiga að hafa geymt og sýslað með peninga. Þrettán hús sem sprengjum var einnig varpað á eiga að hafa verið notuð sem vopnageymslur, stjórnstöðvar og annað. Herinn birti meðfylgjandi drónamyndband af árásunum í dag. Myndbandið sýnir hvernig sprengjum var varpað á tuttugu skotmörk á um tveimur mínútum. Í stuttu og einföldu máli sagt snýr tillagan að því að Ísraelar hörfi frá suðurhluta Líbanon og að vígamenn Hezbollah geri það einnig á allt að sextíu dögum. Sá hluti landsins er markaður af Litaniá. Sjá einnig: Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ísraelar hafa lengi kvartað yfir því að ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006, sem meinaði vígamönnum Hezbollah eða öðrum vígamönnum að halda til suður af Litaniá í Líbanon, hafi ekki verið framfylgt. Eingöngu líbanski herinn og friðargæsluliðar áttu að mega vera á svæðinu samkvæmt ályktuninni en meðlimir Hezbollah hafa lengi byggt göng og neðanjarðarbyrgi á svæðinu og hafa skotið eldflaugum að Ísrael þaðan. Í suðurhluta Líbanon eru ísraelskir hermenn nú komnir að Litaniá og er það í fyrsta sinn, síðan hermenn réðust fyrst inn í Líbanon fyrr í haust. The IDF's 91st Division has reached the Litani River in the eastern sector of southern Lebanon, as well as the Wadi Saluki area, where the military says troops located dozens of Hezbollah weapons and sites.In Wadi Saluki, troops of the Commando Brigade raided several Hezbollah… pic.twitter.com/btQ7goBPbS— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) November 26, 2024 Varnarmálaráðherra hótar árásum Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hét því í dag að verði vopnahlé samþykkt muni Ísraelar ekki veigra sér við því að grípa til aðgerða, verði þeir varir við Hezbollah-liða suður af Litaniá. Þetta sagði hann við erindreka Sameinuðu þjóðanna. Katz sagði að hvert hús sem hýsti hryðjuverkamenn yrði jafnað við jörðu og loftárásir yrðu gerðar á Hezbollah-liða á svæðinu. Hann sagði að Ísraelar myndu hafa enga þolinmæði fyrir brotum gegn vopnahléinu. Þá krafðist hann frekari aðgerða friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, sem kallast UNIFIL. Þeir hefðu engan veginn komið í veg fyrir að Hezbollah-liðar starfi í suðurhluta Líbanon. Forsvarsmenn UNIFIL segja þá ekki eiga að koma í veg fyrir Það sé verkefni hersins að gera það. Her Líbanon er hins vegar langt frá því að vera jafn öflugur og Hezbollah-samtökin. Þúsundir liggja í valnum og rúm milljón á vergangi Ísraelar og Hezbollah, sem njóta stuðnings klerkastjórnar Íran, hafa lengi eldað grátt silfur saman. Átökin þeirra á milli náðu nýjum hæðum þegar Hezbollah-liðar hófu eldflaugaárásir sínar á Ísrael þann 8. október, eftir að Ísraelar hófu árásir á Gasaströndina. Um sextíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín vegna þessara árása. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar og mannskæðar loftárásir í Líbanon og gerðu innrás í ríkið fyrr í haust, með því yfirlýsta markmiði að reka Hezbollah-liða frá suðurhluta Líbanon. Að minnsta kosti 3.500 manns liggja í valnum eftir árásir Ísraela í Líbanon, samkvæmt yfirvöldum þar, og rúm milljón manna hafa þurft að flýja heimili sín.
Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjö særðust í umfangsmikilli árás Hezbollah á Ísrael í gær en samtökin eru talin hafa skotið um 250 eldflaugum og drónum yfir landamærin. Sumar eldflauganna náðu til Tel Aviv. 25. nóvember 2024 07:08 Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Umfangsmikil loftárás Ísraela í Beirút í Líbanon í nótt jafnaði fjölbýlishús við jörðu. Að minnsta kosti ellefu eru látnir og rúmlega tuttugu særðir en talið er að báðar tölur muni hækka. 23. nóvember 2024 08:34 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjö særðust í umfangsmikilli árás Hezbollah á Ísrael í gær en samtökin eru talin hafa skotið um 250 eldflaugum og drónum yfir landamærin. Sumar eldflauganna náðu til Tel Aviv. 25. nóvember 2024 07:08
Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Umfangsmikil loftárás Ísraela í Beirút í Líbanon í nótt jafnaði fjölbýlishús við jörðu. Að minnsta kosti ellefu eru látnir og rúmlega tuttugu særðir en talið er að báðar tölur muni hækka. 23. nóvember 2024 08:34