Þrír endar hjá Verzlingum! 18. febrúar 2005 00:01 Það verður seint sagt um sýninguna Welcome to the Jungle að hún sé dæmigerð eða fyrirsjáanleg og oft er dansað á línunni hvað ýmsa hluti varðar, án þess þó að farið sé yfir hana. Eitt af því sem ekki samræmist almennum leikhúsvenjum er að á söngleiknum eru þrír endar, góður, slæmur og pólitískur endir. Fljótlega eftir hlé eru áhorfendur spurðir hvaða endi þeir vilja helst sjá og fer það eftir lófataki og fagnaðarópum hvaða endir er notaður hverju sinni. Áhorfendur hafa því sitt að segja um framvindu sýningarinnar og má segja að þeir ráði örlögum persónanna á sviðinu. Agnar Jón, leikstjóri og handritshöfundur sýningarinnar, er óhræddur við að feta ótroðnar slóðir og koma fólki í opna skjöldu og var hugmyndin um hina þrjá mismunandi enda ekki opinberuð fyrr en á frumsýningardag. Nokkrum klukkustundum fyrir sýningu var tveimur manneskjum úr lokaatriðinu sagt frá því að það ætti að nota annan endi en æfður hafði verið. Viðbrögð hinna 50 krakkanna á sviðinu við þessari óvæntu uppákomu voru því ósvikin og þegar það leit út fyrir að um leiksigur væri að ræða voru það einungis mannleg viðbrögð sem réðu ferðinni.Welcome to the jungle er á margan hátt bæði djörf og óhefluð sýning en þó hangir hún saman á traustum grunni og sögu sem lætur engan ósnortinn. Það er því um að gera fyrir þá sem vilja gera sér dagamun að tryggja sér sæti sem fyrst og kíkja á stykkið í Loftkastalanum. Leikhús Skóla - og menntamál Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Það verður seint sagt um sýninguna Welcome to the Jungle að hún sé dæmigerð eða fyrirsjáanleg og oft er dansað á línunni hvað ýmsa hluti varðar, án þess þó að farið sé yfir hana. Eitt af því sem ekki samræmist almennum leikhúsvenjum er að á söngleiknum eru þrír endar, góður, slæmur og pólitískur endir. Fljótlega eftir hlé eru áhorfendur spurðir hvaða endi þeir vilja helst sjá og fer það eftir lófataki og fagnaðarópum hvaða endir er notaður hverju sinni. Áhorfendur hafa því sitt að segja um framvindu sýningarinnar og má segja að þeir ráði örlögum persónanna á sviðinu. Agnar Jón, leikstjóri og handritshöfundur sýningarinnar, er óhræddur við að feta ótroðnar slóðir og koma fólki í opna skjöldu og var hugmyndin um hina þrjá mismunandi enda ekki opinberuð fyrr en á frumsýningardag. Nokkrum klukkustundum fyrir sýningu var tveimur manneskjum úr lokaatriðinu sagt frá því að það ætti að nota annan endi en æfður hafði verið. Viðbrögð hinna 50 krakkanna á sviðinu við þessari óvæntu uppákomu voru því ósvikin og þegar það leit út fyrir að um leiksigur væri að ræða voru það einungis mannleg viðbrögð sem réðu ferðinni.Welcome to the jungle er á margan hátt bæði djörf og óhefluð sýning en þó hangir hún saman á traustum grunni og sögu sem lætur engan ósnortinn. Það er því um að gera fyrir þá sem vilja gera sér dagamun að tryggja sér sæti sem fyrst og kíkja á stykkið í Loftkastalanum.
Leikhús Skóla - og menntamál Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira